Kjarninn - 22.08.2013, Page 7
Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins (FME) um útlánahættu,
markaðsáhættu og eftirlit með peningaþvætti hjá Spari
sjóðnum í Keflavík frá september 2008 voru gerðar alvar
legar athugasemdir við veikleika í innri reglum sjóðsins,
áhættustýringu og eftirlitshlutverk stjórnar. Í framhaldi
af skýrslunni var ráðgjafi frá endurskoðunarfyrirtækinu
Deloitte ráðinn af stjórnendum sjóðsins til að koma með
tillögur um úrbætur. Í kjölfarið voru settar nýjar reglur um
áhættustýringu og útlán. Einnig voru settar nýjar starfs
reglur stjórnar og erindisbréf fyrir þáverandi sparisjóðs
stjóra, Geirmund Kristinsson.
Eftir að framangreindar reglur voru settar var ekki oftar
fjallað um skýrslu FME í fundargerð stjórnar. Nýjar reglur
breyttu engu um starfshætti sjóðsins, að því er fram kemur
í skýrslu PwC, því eins og áður hélt stjórn sjóðsins áfram að
mestu í höndum sparisjóðsstjórans, eða fram að þeim tíma er
FME skipaði tilsjónarmann inn í stjórn sjóðsins í júní 2009.
Þvert á móti voru heimildir Geirmundar rýmkaðar þegar
reglum um lánanefnd var breytt í þá veru að eftir breytingu
var hlutverk hennar einungis að fjalla um mál sem ekki voru
ákvörðuð af sparisjóðsstjóra.
Í skýrslunni gera skoðunarmenn PwC jafnframt
athugasemd við þá ótrúlegu staðreynd að á skoðunartímabil
inu, sem náði frá 30. júní 2008 til 23. apríl 2010, gerði spari
sjóðurinn ekki eitt formlegt veðkall.
Þótt nú séu liðin rúmlega þrjú ár frá falli Sparisjóðsins í
Keflavík hafa enn engar ákærur á hendur fyrri stjórn sjóðs
ins litið dagsins ljós. Embætti sérstaks saksóknara hefur
haft umrædda skýrslu undir höndum í dágóðan tíma, sem og
fleiri sem komu að því að vinna úr málum sjóðsins.
engar verklagsreglur í lagi
Í skýrslu PwC fá starfshættir Sparisjóðsins í Keflavík al
menna falleinkunn. Þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir í
áðurnefndri skýrslu FME frá árinu 2008 voru engin viðmið
sett varðandi lausafé eða eiginfjárhlutfall sjóðsins. Haldið
var utan um peningamarkaðsinnlán sjóðsins í Excelskjölum
3/12 kjarninn FJáRmáL