Kjarninn - 22.08.2013, Page 12
Íslands og Festu lífeyrissjóð. Hann situr enn sem formað
ur Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur.
sjálftaka starfsmanna
Sparisjóðurinn í Keflavík veitti Jónu Björgu Antonsdóttur,
sem var starfsmaður sjóðsins, 11,5 milljóna japanskra jena
lán nokkru eftir að gjaldeyrishöft höfðu verið sett á Íslandi.
Kjör lánsins vekja einnig athygli, en það bar 2,75 prósenta
vaxtaálag. Gjaldeyrisjöfnuður sparisjóðsins var eins og áður
segir mjög neikvæður á þessum tíma sem leiddi til þess að
nokkrum mánuðum eftir umrædda lánveitingu fór sjóðurinn
að snúa lánum í japönskum jenum og svissneskum frönkum
yfir í evrur og síðar í íslenskar krónur.
Dæmi eru um að starfsmenn sjóðsins samþykktu lán fyrir
hönd sjóðsins sem fór vel yfir þær heimildir sem þeir höfðu.
Sum lán voru brotin niður í smærri lán, samþykkt innan
heimilda starfsmanns en saman farið langt yfir heimildir.
Samkvæmt skýrslu PwC voru lán til starfsmanna oft og tíðum
veitt án viðskiptaforsenda og þeim lánaðar háar fjárhæðir
sem óvíst var að þeir gætu greitt til baka.
skuldastaða stjórnarmanna
Í mörgum tilfellum var ekkert fjallað um lánveitingar til
stjórnarmanna eða fyrirtækja á þeirra vegum í fundar
gerðum stjórnar sparisjóðsins. Erfitt er að átta sig á þeim
viðskiptaforsendum sem lágu þeim að baki.
Stærstu lánveitingarnar eru til stjórnarmannsins Birgis
Þórs Runólfssonar og félaga tengdra honum. Samkvæmt
skýrslu PwC voru lánin sem honum voru veitt mörg hver
áhættusöm og án nokkurra trygginga. Þann 30. júní 2008 námu
lán til hans og tengdra félaga tæplega 545 milljónum króna, en
þann 22. apríl 2010 hafði skuldastaðan hækkað upp í tæplega
815 milljónir króna. Hluti þessara lána var veittur á meðan
Birgir sat í stjórn sjóðsins, en hann fékk niðurfellingu á er
lendu láni til hlutabréfakaupa sem aðrir viðskiptavinir sjóðsins
fengu almennt ekki. Samkvæmt skýrslu PwC er ekki að sjá að
félög Birgis hafi verið skoðuð sem ein áhættuskuldbinding.
8/12 kjarninn FJáRmáL
Smelltu til að lesa um
vanskil starfsmanna