Kjarninn - 22.08.2013, Page 24
má benda á að öll landsframleiðsla Íslendinga var um 1.700
milljarðar króna í fyrra, eða 68 prósent af þeirri upphæð sem
Davidson Kempner stýrir. Burlington, eða aðrir sjóðir David
son Kempner, eru langstærstu kröfuhafar Glitnis, ásamt því
að vera fimmti stærsti kröfuhafi Kaupþings og eiga kröfur á
Landsbankann. Þeir eiga einnig stóran hlut í Straumi, Klakka
(áður Exista) og Bakkavör. Talið er að Burlington hafi keypt
alls kyns kröfur og hluti í íslenskum fyrirtækjum, að lang
mestu leyti í fjármálageiranum, fyrir vel á annað hundrað
milljarða króna frá hruni.
Sú upphæð endurspeglar ekki umfang samþykktra krafna
Burlington í bú bankanna. Sú upphæð er mun hærri. Kröfur
Burlington á Glitni einan voru til að mynda 241 milljarður
króna í lok maí. Sjóðurinn hafði þá keypt kröfur upp á 110
milljarða króna að nafnvirði frá því í byrjun mars. Þau
uppkaup vekja athygli, enda fóru þau fram á þeim tíma sem
digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna um upptöku á
eignum kröfuhafa féllu nánast daglega. Ljóst er að vogunar
sjóðurinn sem oft er nefndur „eigandi Íslands“ í einka
samtölum hræddist ekki kosningaáróðurinn.
Auk Burlington hafa vogunarsjóðir á borð við York
Capital, Perry Luxco, Hillcrest Investments og margir fleiri
keypt mikið af kröfum á íslensk fjármálafyrirtæki á undan
förnum árum. Mestu uppkaupin áttu sér stað á árinu 2009 og
framan af árinu 2010. Á þeim tíma voru kröfurnar seldar á
hrakvirði.
Vogunarsjóður sem keypti kröfu á Glitni í uppboðunum
sem fóru fram í nóvemberbyrjun 2008 greiddi þrjú prósent af
virði kröfunnar fyrir hana. Það þýðir að krafa upp á einn millj
arð króna var seld á 30 milljónir króna. Alþjóðlegir bankar,
meðal annars hinn breski Barclays, halda utan um verðþróun
á kröfum á íslensku bankana. Samkvæmt tölum frá Barclays
voru væntar endurheimtir á Glitni 30 prósent í lok apríl. Það
þýddi að ef milljarðskrafan yrði seld á þeim degi hefði hún
tífaldast í verði og myndi hún fara á 300 milljónir króna.
Hagnaður inn yrði því 270 milljónir króna. Á sama tíma hafa
kröfur á Kaupþing tæplega fjórfaldast í verði frá hruni
8/11 kjarninn EFnAHAGSmáL
Smelltu til að lesa um
Paulson Credit Opportunities
risi Kaupir KröFur
Paulson Credit Opportunities
master keypti kröfur á Glitni
fyrir tæpa 15 milljarða
króna í mars. Stofnandi og
stjórnandi þess sjóðs er John
Paulson en fyrirtæki hans,
Paulson & Co., er sjöundi
stærsti vogunarsjóður
Bandaríkjanna. Paulson
sjálfur er í 91. sæti yfir
ríkustu menn heims.
Hann öðlaðist heimsfrægð
þegar upp komst að hann
hafði veðjað stórkostlega á
fall húsnæðislánamarkaðins
í Bandaríkjunum. á árinu
2007 einu saman hagnaðist
Paulson & Co. um 15
milljarða dala.
Smelltu til að loka