Kjarninn - 22.08.2013, Side 33

Kjarninn - 22.08.2013, Side 33
með fríverslunarsamningi. Hann var undirritaður í Peking 15. apríl af utanríkisráðherrum ríkjanna, Össuri Skarphéðinssyni og Gao Hucheng. Samningurinn tekur til fjölmargra þátta en markmið hans er að efla viðskipti milli ríkjanna tveggja. Þar vegur þyngst niðurfelling á tollum á öllum vöruviðskiptum milli ríkjanna. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem kínversk stjórnvöld hafa gert við vestrænt ríki og vakti að vonum mikla athygli þegar hann var gerður. Að baki honum er ekki aðeins almennur áhugi Kínverja á að efla viðskipti milli landanna tveggja. Vaxandi áhugi Kínverja, ekki síst opinberra fyrirtækja á ýmsum sviðum, byggist meðal annars á framtíðarsýn kínverskra sérfræðinga þegar kemur að norð­ urslóðum. Í umfjöllun The Economist í tilefni af fríverslunar­ samningnum var vitnað sérstaklega til mats sérfræðinga kínverskra stjórnvalda á norðurslóðum (svæðinu frá Kanada til norðurstrandar Rússlands), en þeir kalla það Norður­ slóðaríkið (e. Arctic State). Í sérfræðiskýrslum hefur svæðið allt verið kallað síðasta nýmarkaðsríkið (e. last emerging state) og er þar einkum horft til þeirra gríðarlegu hrávöru­ vinnslumöguleika sem á svæðinu eru. Samkvæmt skýrslu jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er talið að þrettán prósent af öllum ónýttum olíulindum heimsins séu á norðurslóðum, þrjátíu prósent af jarðgasauðlindum og mikið magn vannýttra námuauðlinda einnig, einkum á Grænlandi. Íslenskt yfirráða­ svæði er ekki á meðal þeirra svæða sem jarðfræðistofnunin telur að geti verið ríkt af auðlindum. Kastljósið á ísland Kínverjar hafa að undanförnu verið að gera sig gildandi á Íslandi. Fyrstu merkin voru mikil stækkun sendiráðs Kína með kaupum kínverskra stjórnvalda á tæplega 4.200 fer­ metra húsnæði við Skúlagötu 51, í janúar 2010. Kaupin vöktu spurningar um hvað Kínverjar hygðust fyrir. Af hverju þurftu kínversk stjórnvöld svona stórt sendiráð? Vildu þau verða sýnilegri á Íslandi? Sýnileiki kínverskra stjórnvalda á Íslandi hefur stóraukist undanfarin ár. Áhugi þeirra á Íslandi er meiri en áður og hefur komið víða fram. 5/10 kjarninn EFnAHAGSmáL Smelltu til að lesa um kaup Shuanghui á Smithfield.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.