Kjarninn - 22.08.2013, Page 33
með fríverslunarsamningi. Hann var undirritaður í Peking 15.
apríl af utanríkisráðherrum ríkjanna, Össuri Skarphéðinssyni
og Gao Hucheng. Samningurinn tekur til fjölmargra þátta en
markmið hans er að efla viðskipti milli ríkjanna tveggja. Þar
vegur þyngst niðurfelling á tollum á öllum vöruviðskiptum
milli ríkjanna. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur
sem kínversk stjórnvöld hafa gert við vestrænt ríki og vakti að
vonum mikla athygli þegar hann var gerður. Að baki honum
er ekki aðeins almennur áhugi Kínverja á að efla viðskipti
milli landanna tveggja. Vaxandi áhugi Kínverja, ekki síst
opinberra fyrirtækja á ýmsum sviðum, byggist meðal annars á
framtíðarsýn kínverskra sérfræðinga þegar kemur að norð
urslóðum. Í umfjöllun The Economist í tilefni af fríverslunar
samningnum var vitnað sérstaklega til mats sérfræðinga
kínverskra stjórnvalda á norðurslóðum (svæðinu frá Kanada
til norðurstrandar Rússlands), en þeir kalla það Norður
slóðaríkið (e. Arctic State). Í sérfræðiskýrslum hefur svæðið
allt verið kallað síðasta nýmarkaðsríkið (e. last emerging
state) og er þar einkum horft til þeirra gríðarlegu hrávöru
vinnslumöguleika sem á svæðinu eru. Samkvæmt skýrslu
jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er talið að þrettán prósent
af öllum ónýttum olíulindum heimsins séu á norðurslóðum,
þrjátíu prósent af jarðgasauðlindum og mikið magn vannýttra
námuauðlinda einnig, einkum á Grænlandi. Íslenskt yfirráða
svæði er ekki á meðal þeirra svæða sem jarðfræðistofnunin
telur að geti verið ríkt af auðlindum.
Kastljósið á ísland
Kínverjar hafa að undanförnu verið að gera sig gildandi á
Íslandi. Fyrstu merkin voru mikil stækkun sendiráðs Kína
með kaupum kínverskra stjórnvalda á tæplega 4.200 fer
metra húsnæði við Skúlagötu 51, í janúar 2010. Kaupin vöktu
spurningar um hvað Kínverjar hygðust fyrir. Af hverju þurftu
kínversk stjórnvöld svona stórt sendiráð? Vildu þau verða
sýnilegri á Íslandi? Sýnileiki kínverskra stjórnvalda á Íslandi
hefur stóraukist undanfarin ár. Áhugi þeirra á Íslandi er
meiri en áður og hefur komið víða fram.
5/10 kjarninn EFnAHAGSmáL
Smelltu til að lesa
um kaup Shuanghui
á Smithfield.