Kjarninn - 22.08.2013, Page 35

Kjarninn - 22.08.2013, Page 35
Kínverjar hafa áhuga á því að kaupa eignarhluti í íslenska fjármálakerfinu og hafa viðrað þann áhuga við slitastjórn Glitnis, sem á 95 prósenta hlut í Íslandsbanka, og einnig íslensk stjórnvöld. Nokkrir fjárfestahópar frá Asíuríkjum hafa sýnt Íslandsbanka áhuga og a.m.k. tveir ætla sér að skila inn óskuldbindandi tilboði í bankann. Verði slíku tilboði tekið fá hóparnir aðgang að gagnaherbergi og geta kynnt sér innviði bankans betur. Innan þessara hópa eru fjárfestar sem hafa reynslu af fjármagnshöftum eins og þekkst hafa lengi í mörgum Asíuríkjum. Bæði kemur til greina að kaupa bank­ ann í heilu lagi og að hluta og þá með öðrum, t.d. íslenskum lífeyrissjóðum. Formlegum skilaboðum var í upphafi komið til Árna Tómassonar, sem var formaður skilanefndar Glitnis, og Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka. Þeir funduðu sérstaklega með Steingrími J. Sigfússyni vegna þessa og tilkynntu formlega um áhuga Kínverja á því að eignast bankann. Áhuginn hefur verið endurnýjaður, frá því fyrst var gerð grein fyrir honum, og þeim skilaboðum komið til slitastjórnar Glitnis og stjórnvalda að kínversk stjórnvöld vilji koma að rekstri fjármálakerfisins íslenska. Í samtölum við íslenska embættismenn hafa kínversk stjórnvöld ekki ein­ angrað áhuga sinn við Íslandsbanka heldur talað um áhuga sinn á íslenska fjármálakerfinu í heild, þar sem Arion banki og Landsbankinn eru meðtaldir. Formlega hefur áhuginn þó aðeins beinst að Íslandsbanka, enn sem komið er. Það er erlendur fjárfestingararmur Alþýðubankans í Kína (People‘s Bank of China) sem oftast nær stendur á bak við fjárfestingar Kínverja á erlendri grundu, en fleiri fjárfestar frá Asíu hafa sýnt íslenska fjármálakerfinu áhuga eins og áður segir. Alþýðubankinn í Kína er í reynd Seðlabanki Kína, en í því miðstýrða fyrirkomulagi sem einkennir kínverska fjármála­ kerfið, þar sem þræðirnir liggja frá stjórnvöldum sjálfum, er hann gríðarlega umsvifamikill í fjárfestingum á erlendum mörkuðum í gegnum dótturfélög, sem sinna hefðbundinni viðskipta­ og fjárfestingarbankastarfsemi. Sem dæmi er hann sjötti stærsti eigandi stærsta banka Noregs, DNB, sem hefur átt í samstarfi við Íslandsbanka á sviði eignastýringar. 7/10 kjarninn EFnAHAGSmáL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.