Kjarninn - 22.08.2013, Síða 42

Kjarninn - 22.08.2013, Síða 42
Þ egar uppljóstrarinn Edward Snowden kom fram í viðtali við The Guardian í byrjun júní og viðurkenndi að hafa staðið á bak við einhvern umfangsmesta gagnaleka allra tíma vildi hann skapa umræðu um framferði Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. Hann vildi að almenningur vissi um víðtækar njósnir stjórnvalda og að þessi sami almenningur fengi tækifæri til að breyta hlutunum. Tæpum þremur mánuðum síðar hlýtur að mega halda því fram að Snowden hafi tekist fyrra ætlunarverkið. Umræðan tekur sífellt nýja stefnu og enn á eftir að birta fleiri gögn frá honum. Hvort einhverjar raunverulegar breytingar verða í kjölfar allrar þessarar umræðu er hins vegar enn of snemmt að fullyrða um. Flestum er orðið kunnugt um þær stórfelldu njósnir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (National Security Agency, NSA) og annarra sambærilegra stofnana í stórum vestrænum ríkjum, með hjálp stórra fjarskipta­ og netfyrirtækja sem Snowden kom upp um. Hann hefur sýnt fram á hvernig leynirétturinn FISA (Foreign Intelligence Surveillance Act) hefur í raun gengið erinda stjórnvalda til að fá þessu framgengt og hvernig síma­ og netupplýsingum fólks er safnað saman með kerfisbundnum hætti, bæði innan Bandaríkjanna og utan. Nú síðast var ljóstrað upp um það að stofnuninni hefði verið kunnugt um að hún hefði brotið lög og reglur í mörg þúsund skipti frá því að hún fékk auknar njósna heimildir árið 2008, þar sem innri endurskoðun hennar leiddi það í ljós fyrir rúmu ári. Í flestum tilvikum var fylgst með Bandaríkjamönnum eða útlendingum innan Banda ríkjanna, en strangar skorður eru settar við slíku eftir­ liti samkvæmt lögum. Að auki greindi Wall Street Journal frá því í vikunni að eftirlit NSA næði til 75 prósenta af allri net notkun Bandaríkjanna. Það tók bandarísk stjórnvöld langan tíma að bregðast almennilega við sívaxandi þrýstingi á þau vegna lekans. Barack Obama Bandaríkjaforseti varði Þjóðaröryggis­ stofnunina fljótt og sagði aðgerðir hennar samræmast Mannréttindi Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@kjarninn.is Deildu með umheiminum 2/10 kjarninn mAnnRéTTInDI Smelltu til að sjá yfirlit á Wikipediu um njósnamálin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.