Kjarninn - 22.08.2013, Side 43

Kjarninn - 22.08.2013, Side 43
lögum. Þær hefðu verið „samþykktar af þinginu“ og bæði þingið og dómstólar hefðu eftirlit með þeim. Sífellt fleiri viðruðu efasemdir um aðgerðir NSA og var tillaga um takmarkanir á heimildum stofnunarinnar til að safna símagögnum Bandaríkjamanna felld með aðeins tólf atkvæða mun í fulltrúadeild Bandaríkjaþings áður en það fór í frí í sumar. Einn helsti hugmyndasmiðurinn að baki lagasetningunni Patriot Act, fulltrúadeildar þingmaðurinn Jim Sensenbrenner, nýtti tækifærið strax í upphafi og gagnrýndi Obama og stjórn hans harðlega þegar málið kom upp. Sensenbrenner hefur boðað að hann muni leggja fram frumvarp um breytingar á starfsemi NSA þegar þingið kemur saman í haust. Þar verði kveðið á um að aðeins megi fylgj­ ast með síma­ og net notkun þeirra sem eru hluti af virkum hryðjuverkarannsóknum, auk þess sem miklar breytingar verði gerðar á starfsemi leynidómstólsins FISA. Þrýsting­ ur jókst einnig jafnt og þétt á öldungadeildina að grípa til aðgerða. Loks tók Obama Bandaríkjaforseti við sér og lofaði endur­ skoðun á eftirlitsmálum í byrjun ágúst. Hann viðurkenndi að uppljóstranir Snowdens hefðu fengið almenning til að efast um traust sitt á ríkisstjórninni og hefðu skaðað orðspor ríkis­ ins. Þrátt fyrir að hafa lofað endurskoðun tók hann fram að kerfin sem NSA notar til njósna yrðu áfram notuð. Hann ætl­ ar að skipa sérfræðihóp til að rannsaka eftirlit stofnunarinn­ ar. Einn maður var strax kallaður til, þó að Hvíta húsið hafi nú gert lítið úr hlutverki hans við rannsóknina. Það er James Clapper, yfirmaður leyniþjónustumála, sem varð uppvís að því að hafa logið að þinginu um umfang njósnanna. enginn framsalssamningur Í einum anga málsins tóku bandarísk stjórnvöld þó strax við sér, og það var í því að reyna að koma höndum yfir Edward Snowden. Ákvörðun Rússa um að veita honum tímabundið dvalarleyfi dró dilk á eftir sér í samskiptum Bandaríkja­ manna og Rússa og er ekki útséð um hvort og þá hversu víðtæk áhrif hún mun hafa. Í byrjun ágúst tilkynnti Hvíta 3/10 kjarninn mAnnRéTTInDI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.