Kjarninn - 22.08.2013, Page 43
lögum. Þær hefðu verið „samþykktar af þinginu“ og bæði
þingið og dómstólar hefðu eftirlit með þeim.
Sífellt fleiri viðruðu efasemdir um aðgerðir NSA og var
tillaga um takmarkanir á heimildum stofnunarinnar til að
safna símagögnum Bandaríkjamanna felld með aðeins tólf
atkvæða mun í fulltrúadeild Bandaríkjaþings áður en það
fór í frí í sumar. Einn helsti hugmyndasmiðurinn að baki
lagasetningunni Patriot Act, fulltrúadeildar þingmaðurinn
Jim Sensenbrenner, nýtti tækifærið strax í upphafi og
gagnrýndi Obama og stjórn hans harðlega þegar málið kom
upp. Sensenbrenner hefur boðað að hann muni leggja fram
frumvarp um breytingar á starfsemi NSA þegar þingið kemur
saman í haust. Þar verði kveðið á um að aðeins megi fylgj
ast með síma og net notkun þeirra sem eru hluti af virkum
hryðjuverkarannsóknum, auk þess sem miklar breytingar
verði gerðar á starfsemi leynidómstólsins FISA. Þrýsting
ur jókst einnig jafnt og þétt á öldungadeildina að grípa til
aðgerða.
Loks tók Obama Bandaríkjaforseti við sér og lofaði endur
skoðun á eftirlitsmálum í byrjun ágúst. Hann viðurkenndi að
uppljóstranir Snowdens hefðu fengið almenning til að efast
um traust sitt á ríkisstjórninni og hefðu skaðað orðspor ríkis
ins. Þrátt fyrir að hafa lofað endurskoðun tók hann fram að
kerfin sem NSA notar til njósna yrðu áfram notuð. Hann ætl
ar að skipa sérfræðihóp til að rannsaka eftirlit stofnunarinn
ar. Einn maður var strax kallaður til, þó að Hvíta húsið hafi
nú gert lítið úr hlutverki hans við rannsóknina. Það er James
Clapper, yfirmaður leyniþjónustumála, sem varð uppvís að
því að hafa logið að þinginu um umfang njósnanna.
enginn framsalssamningur
Í einum anga málsins tóku bandarísk stjórnvöld þó strax við
sér, og það var í því að reyna að koma höndum yfir Edward
Snowden. Ákvörðun Rússa um að veita honum tímabundið
dvalarleyfi dró dilk á eftir sér í samskiptum Bandaríkja
manna og Rússa og er ekki útséð um hvort og þá hversu
víðtæk áhrif hún mun hafa. Í byrjun ágúst tilkynnti Hvíta
3/10 kjarninn mAnnRéTTInDI