Kjarninn - 22.08.2013, Page 45
Þrátt fyrir að þeir eigi ýmislegt sameiginlegt eru aðstæð
ur Mannings og Snowdens hins vegar gjörólíkar og mikill
munur á því sem þeir gerðu. Það virðist í það minnsta ljóst
að Manning vissi ekki nákvæmlega hverju hann var að leka
til Wikileaks. Hann lét af hendi mörg hundruð þúsund skjöl
og það er ómögulegt að hann hafi þekkt innihald þeirra allra,
þótt hann hafi vissulega þekkt ýmislegt inni á milli.
Snowden var hins vegar skipulagður í söfnun þeirra
gagna sem hann síðan lét frá sér. Hann eyddi mörgum
mánuðum í að skoða gögnin sem hann hafði undir höndum,
að sögn Glenn Greenwald, blaðamannsins sem sagði einna
mest frá uppljóstrunum hans. The Guardian greindi frá því
hver Snowden væri að hans eigin ósk skömmu eftir að blaðið
hóf að nota gögnin frá honum, á meðan Manning kom upp
um sig í einkaspjalli við tölvuhakkarann fyrrverandi Adrian
Lamo. Hann var einangraður og viðkvæmur og hann var að
leita eftir stuðningi frá manneskju sem hann vonaði að skildi
hann.
Manning var þjakaður ungur maður sem hafði átt í ýmiss
konar vandræðum. Sem barn og unglingur var hann lagður
í einelti og hélt eineltið áfram í hernum. Hann kom ungur út
úr skápnum og var samkynhneigður í bandaríska hernum,
sem er ekki beinlínis þekktur fyrir umburðarlyndi gagnvart
samkynhneigð. Hann hafði jafnframt prófað að lifa sem kona
og íhugað að fara í kynleiðréttingaraðgerð. Þetta hefur verið
notað sem tæki gegn honum eftir að hann var handtekinn.
Eftir þá slæmu meðferð sem Bradley Manning hefur þurft
að sæta í haldi Bandaríkjamanna er mjög skiljanlegt hvers
vegna Edward Snowden kaus að flýja land áður en hann kom
fram opinberlega. Hann gerði sér grein fyrir því að hann
væri að fórna lífi sínu með því að leka upplýsingunum. Ef
ekki bókstaflega, þá að minnsta kosti lífinu eins og hann
þekkti það. Hann hafði það að eigin sögn mjög gott, var í
vel launaðri vinnu og bjó ásamt konu sinni á Havaí. Ólíkt
Manning hafði hann ekki lent í neinum teljandi árekstrum
eða vandræðum í vinnunni.
5/10 kjarninn mAnnRéTTInDI
Smelltu til að lesa um þá
sem hafa verið ákærðir
fyrir brot á njósnalögum
í BnA