Kjarninn - 22.08.2013, Qupperneq 45

Kjarninn - 22.08.2013, Qupperneq 45
Þrátt fyrir að þeir eigi ýmislegt sameiginlegt eru aðstæð­ ur Mannings og Snowdens hins vegar gjörólíkar og mikill munur á því sem þeir gerðu. Það virðist í það minnsta ljóst að Manning vissi ekki nákvæmlega hverju hann var að leka til Wikileaks. Hann lét af hendi mörg hundruð þúsund skjöl og það er ómögulegt að hann hafi þekkt innihald þeirra allra, þótt hann hafi vissulega þekkt ýmislegt inni á milli. Snowden var hins vegar skipulagður í söfnun þeirra gagna sem hann síðan lét frá sér. Hann eyddi mörgum mánuðum í að skoða gögnin sem hann hafði undir höndum, að sögn Glenn Greenwald, blaðamannsins sem sagði einna mest frá uppljóstrunum hans. The Guardian greindi frá því hver Snowden væri að hans eigin ósk skömmu eftir að blaðið hóf að nota gögnin frá honum, á meðan Manning kom upp um sig í einkaspjalli við tölvuhakkarann fyrrverandi Adrian Lamo. Hann var einangraður og viðkvæmur og hann var að leita eftir stuðningi frá manneskju sem hann vonaði að skildi hann. Manning var þjakaður ungur maður sem hafði átt í ýmiss konar vandræðum. Sem barn og unglingur var hann lagður í einelti og hélt eineltið áfram í hernum. Hann kom ungur út úr skápnum og var samkynhneigður í bandaríska hernum, sem er ekki beinlínis þekktur fyrir umburðarlyndi gagnvart samkynhneigð. Hann hafði jafnframt prófað að lifa sem kona og íhugað að fara í kynleiðréttingaraðgerð. Þetta hefur verið notað sem tæki gegn honum eftir að hann var handtekinn. Eftir þá slæmu meðferð sem Bradley Manning hefur þurft að sæta í haldi Bandaríkjamanna er mjög skiljanlegt hvers vegna Edward Snowden kaus að flýja land áður en hann kom fram opinberlega. Hann gerði sér grein fyrir því að hann væri að fórna lífi sínu með því að leka upplýsingunum. Ef ekki bókstaflega, þá að minnsta kosti lífinu eins og hann þekkti það. Hann hafði það að eigin sögn mjög gott, var í vel launaðri vinnu og bjó ásamt konu sinni á Havaí. Ólíkt Manning hafði hann ekki lent í neinum teljandi árekstrum eða vandræðum í vinnunni. 5/10 kjarninn mAnnRéTTInDI Smelltu til að lesa um þá sem hafa verið ákærðir fyrir brot á njósnalögum í BnA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.