Kjarninn - 22.08.2013, Page 68
Forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar hafa haldið því fram
að staða ríkissjóðs sé jafnvel enn verri en búist hafði verið
við, og var ásýndin þó ekki beysin til að byrja með. Að
sögn Sigmundar Davíðs fengu þeir kynningu hjá fjármála
ráðuneytinu meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stóð.
„Þar var okkur í fyrsta lagi sýnd áætlun síðustu ríkisstjórnar
um þróun ríkisfjármála. Það súlurit sýndi batnandi afkomu
fram til ársins 2017. Næst var okkur svo sýnt súlurit sem
sýndir þróunina eins og hún yrði að óbreyttu miðað við þær
ákvarðanir sem þegar höfðu verið teknar. Þá var niður
staðan þveröfug. Að síðustu var okkur sýnt súlurit þar sem
búið var að bæta við þróunina hvað myndi gerast ef ráðist
yrði í önnur stórverkefni, eins og byggingu nýs Landspítala,
og þá versnaði staðan enn.
Auðvitað er þetta mikið áhyggjuefni, en
grundvallaratriðið er að það þarf að breyta um
efnahagsstefnu. Við þurfum að breyta stefnunni þannig að
hún hvetji til aukinnar fjárfestingar og verðmætasköpunar.
Annars er þetta vonlaust.“
Sigmundur segir ríkisstjórnina ætla sér að ná fram
raunverulegum hagvexti sem byggist á fjárfestingu og
störfum, ekki bara á sveiflum í verði gjaldmiðilsins. Það
verði gert með innleiðingu jákvæðra hvata í regluverk
og skattkerfið. „Það felur í sér að einhverja skatta geti
verið rétt að lækka. Það gæti leitt til kerfis sem felur í sér
hvata til fjárfestingar. Við höfum fylgst með fjölmörgum
raunverulegum fjárfestingar verkefnum þar sem vilji hefur
verið til að fjárfesta hér á landi en verkefnin hafa strandað á
pólitískri óvissu eða óvissu um þróun skattkerfisins.
Þessi áhugi á ekki að koma á óvart. Ísland hefur ýmislegt
fram yfir önnur lönd. Fall krónunnar, þrátt fyrir alla sína
galla, gerði Ísland mjög samkeppnishæft og ef við nýtum
ekki það forskot sem það veitir okkur þá mun okkur ekki
takast að bæta kjör landsmanna að nýju.“
gallar á skýrslu um íbúðalánasjóð
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð kom
6/12 kjarninn VIðmæLAnDI VIKunnAR
Smelltu til að lesa um það
hvar Sigmundur Davíð
staðsetur flokk sinn