Kjarninn - 22.08.2013, Blaðsíða 71
falið í sér ákvæði sem binda orkuverðið við sveiflur á
álverði.
Aðspurður hvort ríkisstjórnin muni beita sér með ein
hverjum hætti fyrir því að Helguvíkurverkefnið verði klárað
segir Sigmundur Davíð að fullt tilefni sé til að greiða fyrir
slíkum verkefnum. „Fyrri stjórnvöld settu það meira að segja
inn í ýmsa samninga að þetta verkefni yrði að veruleika. En
það breytir því ekki að slíkt verkefni byggist að sjálfsögðu á
þróun á markaði og á því að fjárfestar þurfi að sjá fyrir sér að
aðstæður vörunnar sem þeir framleiða, álverðið, verði með
þeim hætti að verkefnið standi undir sér.“
Mun ríkisstjórnin, undir einhverjum kringumstæðum, beita
pólitískum þrýstingi á til dæmis Landsvirkjun um að gera samn-
inga um orkusölu sem eru ekki gerðir á viðskiptalegum grunni?
„Landsvirkjun á að sjálfsögðu ekki að gera aðra samn
inga en þá sem skila jákvæðri niðurstöðu fyrir Landsvirkjun
og efnahagslífið í heild. En þar er kannski svolítill munur á
viðhorfi til Landsvirkjunar, hvort hún eigi að líta einvörð
ungu á eigin niðurstöðu, eða til samfélagslegra áhrifa þegar
ákvarðanir eru teknar. Ég er þeirrar skoðunar að Lands
virkjun, vegna þess hlutverks sem hún gegnir sem ríkis
fyrirtæki með mjög mikilvægt hlutverk fyrir sam félagið,
þurfi að líta á heildaráhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Að
hún þurfi að taka með í reikninginn þann ávinning sem
9/12 kjarninn VIðmæLAnDI VIKunnAR
sigMundur daVíð uM Vigdísi HauKsdóttur og Vilja
Hennar til að Verða ráðHerra
„Auðvitað ætla flestir alþingismenn
sér að verða ráðherrar og hafa
sem mest áhrif. Það var ekki tekin
ákvörðun um að gera Vigdísi ekki að
ráðherra, heldur tekin ákvörðun um
að gera aðra að ráðherrum að sinni.
Þetta er allt eftir unnið eftir aðferð
sem hefur verið notuð áratugum
saman. Þingmennirnir lýsa sinni
skoðun á stöðunni og þingflokkurinn
kýs síðan ráðherraefni. Ráðherrarnir
eru formaður flokksins, varaformað-
ur, fyrrum þingflokksformaður og
oddviti í stærsta kjördæminu þar sem
flokkurinn náði líka miklum árangri,
eins og reyndar um allt land. En sem
betur fer erum við með margt gott
fólk í þingflokknum. Það væri verra ef
það vantaði ráðherraefni.“