Kjarninn - 22.08.2013, Síða 80
var tekið lán upp á þá upphæð hjá Glitni. Í júlí 2007 ákvað
stjórnin síðan að greiða hluthöfum sínum út 1,9 milljarða
króna í arð og að kaupa eigin bréf af hluthöfum fyrir tæplega
1,4 milljarða króna. Í ágúst 2007 var tekið þriggja milljarða
króna lán hjá Glitni til að standa undir þessum útgreiðslum.
Í stefnunni segir: „Að teknu tilliti til kaupa á eigin bréfum af
hluthöfum í desember 2006 og uppgreiðslu lána til hluthafa
höfðu hluthafar stefnanda á þessum tímapunkti ákveðið
að greiða sér út úr félaginu samtals 6.500.000.000 króna og
hafði félagið þá einungis verið starfsrækt sem fjárfestinga
félag hluthafanna í 8 mánuði.“
Slitastjórn Glitnis hefur ekki stefnt vegna desember
útgreiðslunnar. Hún vill hins vegar fá til baka þá rúmu þrjá
milljarða króna sem greiddir voru út sumarið 2007.
Fons FéKK líKa lánað til að greiða út arð
Gnúpur var alls ekki eina íslenska
fjárfestingarfélagið sem tók lán til að
greiða sér út háan arð. á aðalfundi
fjárfestingarfélagsins Fons hf. í ágúst
2007 var samþykkt að greiða 4,4 millj-
arða króna arð til eigenda þess félags,
sem var afar umfangsmikið í íslensku
viðskiptalífi fyrir bankahrun. Lúxem-
borgskt félag, matthew Holding SA,
fékk 4.180 milljónir króna af þessari
arðgreiðslu. Eigendur þess félags
voru Pálmi Haraldsson og Jóhannes
Kristinsson. áður en arðurinn var
greiddur út þurfti lánanefnd Lands-
bankans að samþykkja greiðsluna,
enda lánaði bankinn fyrir henni.
Fons fór síðan á höfuðið og var
tekið til gjaldþrotaskipta í lok apríl
2009. Lýstar kröfur í búið námu 39,8
milljörðum króna.
Skiptastjóri þrotabús Fons
stefndi þeim Pálma og Jóhannesi
og vildi að þeir endurgreiddu þá
4,2 milljarða króna sem runnu til
matthews Holding. Krafan byggði
á að ársreikningur Fons fyrir árið
2006 hefði verið verulegum ann-
mörkum háður og í andstöðu við
lög og reikningsskilareglur. Hann
hafi því ekki getað verið grund-
völlur úthlutunar og greiðslu arðs
úr félaginu, auk þess sem arð-
greiðslan hafi verið í andstöðu við
góðar rekstrarvenjur og hafi í raun
verið gjafagerningur.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hafnaði kröfu þeirra í júlí 2013.
Í niðurstöðu hans sagði að Fons
hefði verið gjaldfært félag þegar
arðurinn var greiddur.
Smelltu til að kynna
þér 77. grein hluta-
félagalaga
4/05 kjarninn DÓmSmáL
Smelltu til
að fara aftur í
yfirlit
99. grein Hluta
Félagalaga
Einungis er heimilt að
úthluta sem arði hagnaði
samkvæmt samþykktum
ársreikningi síðasta reikn-
ingsárs, yfirfærðum hagnaði
frá fyrri árum og frjálsum
sjóðum eftir að dregið hefur
verið frá tap sem ekki hefur
verið jafnað og það fé sem
samkvæmt lögum eða
félagssamþykktum skal lagt
í varasjóð eða til annarra
þarfa.
Í móðurfélagi er óheimilt
að úthluta það miklum
arði að andstætt sé góðum
rekstrarvenjum með tilliti til
fjárhagsstöðu samstæðunn-
ar, enda þótt arðsúthlutun sé
annars heimil.
Smelltu til að loka