Kjarninn - 22.08.2013, Page 85
lækka útsvar sitt þá ættu þau að nýta það tækifæri. Ég vona
að umræða um lægra útsvar aukist fyrir sveitarstjórnarkosn
ingarnar í vor. Það er brýnt að opinberir aðilar, bæði ríki og
sveitarfélög, lækki skatta og leggi þannig sitt af mörkum til
að auka ráðstöfunartekjur almennings og auka hér hagvöxt.“
skuldum vafin sveitarfélög
Heildarskuldir sveitarfélaga, að meðtöldum skuldum dóttur
félaga þeirra (A og Bskuldbindingar í ársreikningum) í
árslok 2011 námu 589 milljörðum króna, eða sem nemur rúm
lega þriðjungi af árlegri landsframleiðslu Íslands, samkvæmt
árbók sveitarfélaga 2012. Nýrri upplýsingar um stöðu allra
sveitarfélaga í árslok 2012 liggja ekki fyrir, en staða þeirra
hefur þó batnað nokkuð, samkvæmt upplýsingum úr Pen
ingamálum Seðlabanka Íslands. Þar munar ekki síst um að
Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur náð betri tökum á rekstri
sínum á árinu 2012 heldur en útlit var fyrir ári fyrr og náð
að greiða niður skuldir og styrkja undirliggjandi rekstur.
Heildarskuldir OR eru þó ennþá stór hluti heildarskulda
sveitarstjórnarstigsins, en þær námu 224 milljörðum í lok árs
2012. Þar af voru langtímaskuldir, sem eru að miklu leyti í
erlendri mynt, ríflega 200 milljarðar króna.
Hanna Birna segir aðkallandi að draga úr fjármagns
kostnaði og greiða niður skuldir á sveitarstjórnarstiginu.
Þverpólitísk samvinna stjórnmálamanna sé nauðsynleg.
„Með því að ná fram hagræðingu í rekstri skapast svigrúm
til að greiða niður skuldir og minnka fjármagnskostnað, sem
er allt of stór liður í útgjöldum margra sveitarfélaga. Þá er
nauðsynlegt að taka fram að það er hægt að ná gífurlegum
árangri með þverpólitísku samstarfi og aukinni samvinnu
stjórnmálamanna. Þar er mér efst í huga sá árangur sem
náðist í Reykjavíkurborg eftir hrun þar sem fulltrúar bæði
meiri og minnihluta lögðu sig alla fram við að ná fram
nauðsynlegri hagræðingu, án þess að skerða grunnþjónustu
um of. Þetta hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum með
góðum árangri, sem ánægjulegt væri að sjá ríkisvaldið nýta
sér með markvissari hætti.“
Smelltu til að lesa um
samráðsvettvang um
aukna hagsæld.
Smelltu til
að fara aftur í
yfirlit
4/05 kjarninn STJÓRnmáL