Kjarninn - 22.08.2013, Side 86

Kjarninn - 22.08.2013, Side 86
E ftir að íslenskt efnahagslíf hrundi hafa verið skrifaðar mörg þúsund blaðsíður í formi rannsóknaskýrslna og kostnaðurinn við þær hleypur á hundruðum milljóna króna. Þessar skýrslur eru eðli málsins samkvæmt nokkuð kræsileg lesning og þær eru því mun vinsælli en skýrslur sem gefnar voru út áður en allt fór í bál og brand. Þó var nóg af skýrslum/greiningum/úttektum sem greindu stöðuna, vöruðu við og komu með tillögur að úrbótum. En við nennum ekkert að lesa þannig skýrslur og fyrir vikið erum við ítrekað að skrifa skýrslur um það sem fór úrskeiðis; hvernig gátu til dæmis allir bankarnir farið lóðrétt á hausinn á nokkrum árum án þess að nokkur fengi rönd við reist? Hvernig varð Orkuveitan ofurskuldsett? Hvernig stendur á því að Íbúðalánasjóður stendur svo illa? Og hvað var í gangi í lífeyrissjóðum landsins fyrir hrun, nú eða sparisjóðunum? Fyrir nokkru rakst ég á grein í Peningamálum Seðlabankans sem kom út árið 2000 og heitir „Fjármálakerfið: styrkir og veikleikar“. Um er að ræða ítarlega greiningu á því hvernig koma megi í veg fyrir fjármálaáfall og gjaldeyriskreppu. Við lesturinn féllust mér hreinlega hendur. Það má nefnilega færa rök fyrir því að hefði okkur borið gæfa til að hafa þessa greiningu að leiðarljósi hefði sennilega ekki orðið neitt hrun. Til að gefa lesendum smá innsýn eru hér nokkrar lýsandi setningar; „Í ljósi þess hve fjármálakreppur geta verið kostnaðarsamar er mikilvægt að gripið sé til fyrirbyggjandi aðgerða til þess að koma í veg fyrir þær.“ „Mikil peninga­ og útlánaþensla er eitt helsta áhyggjuefnið í tengslum við stöðugleika fjármálakerfisins um þessar mundir.“ „Mjög ör vöxtur hefur oft verið fyrirboði alvarlegrar fjármálakreppu.“ „Peningaleg þensla getur stuðlað að óhóflegri hækkun á verði hlutabréfa og fasteigna.“ „Óhóflegur viðskiptahalli kann einnig að vera vísbending um gjaldeyriskreppu” „Viðskiptahallinn er því áhyggjuefni frá sjónarmiði fjármálastöðugleika. Hann eykur skuldsetningu þjóðarbúsins og gerir það þannig viðkvæmara fyrir áföllum og getur til lengdar grafið undan trausti á gengi krónunnar.“ „Sé auknu frjálsræði ekki fylgt eftir með öflugu eftirliti getur það leitt til alvarlegra bresta í fjármálakerfinu“. „Skuldir íslenskra heimila eru nú með því hæsta sem gerist að tiltölu við ráðstöfunartekjur“. „Miklum vexti útlána fylgir sú hætta að ekki sé nægilega hugað að greiðslugetu lánþega og því gætu lánastofnanir orðið fyrir útlánatöpum þegar þrengir að í efnahagslífi. Þessi hætta er þeim mun meiri sem fyrirtæki og heimili eru skuldsettari.“ „Veð sem eru farin að nálgast 80% af fasteignaverði gætu því reynst ótraust.“ Og lokaorðin: „Hættan við ríkjandi aðstæður felst í því að núverandi þróun, ofþensla, mikill viðskiptahalli, verðbólga og hækkandi raungengi, leiði til vaxandi erfiðleika í efnahagsmálum og auki líkur á gjaldeyriskreppu. Áföll í ytra umhverfi hagkerfisins gætu haft hliðstæðar afleiðingar. Hæfni fjármálakerfisins til þess að takast á við skyndilegar breytingar yrði meiri ef betra jafnvægi ríkti í viðskiptum þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Auk þess að draga úr verðbólgu ætti stjórn efnahagsmála því öðru fremur að beinast að því að draga úr viðskiptahallanum.“ Skýrslur ofan í skúffum álit Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartar framtíðar Deildu með umheiminum Smelltu til að fara aftur í yfirlit m Yn D A F RA n n SÓ Kn AR SK ýR SL u : F lic kr /b ria ns ud a m Yn D á S Íð u 2 : K ja rn in n/ Bi rg ir Þó r
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.