Kjarninn - 22.08.2013, Page 89
myndi frekar kalla það „gullöld fjölmiðlafyrirtækja“. En
hvað sem nafninu líður þá hefur umhverfið tekið stakka
skiptum undanfarna tvo áratugi, og þetta fyrirkomulag
endurspeglar ekki lengur veröldina eins og hún er. Með
tækniþróun hafa möguleikar almennings á að eiga í sam
skiptum við almenning stóraukist, og aðgangshindranirnar
hverfa hver á fætur annarri.
Fyrst kom internetið sem bauð upp á nýtt og opið
2/04 kjarninn uPPLýSInGATæKnI
TheEarthquakeGuy, sem er
Nýsjálend ingur að nafni Carl
Bolland í raun heimum, segist
hafa byrjað sinn feril í borgara
blaðamennsku á því að taka
saman fréttir um jarðskjálfta í
heimalandi sínu. „Ég var orðinn
þreyttur á að þurfa að lesa
fréttir úr öllum áttum til að fá skýra
mynd af því hvað gerðist. Fréttir eiga
ekki að snúast um það sem fær flesta
smelli, heldur að veita fólki innsýn í það
sem er raunverulega að gerast. Það var
það sem ég vildi reyna að gera.“
Bolland segist hafa byrjað á að fjalla
um jarðskjálfta af einskærum áhuga, en
umfjöllunarefnunum fjölgaði eftir því
sem hann vann sér inn traust lesenda
á „/news“ spjallborðinu á Reddit. Þegar
tyrknesku mótmælin hófust sá hann
mikla þörf fyrir síun á öllum þeim
upplýsingum sem bárust af
vettvangi, og reið á vaðið. „Ég
hafði fengið jákvæð viðbrögð við
þessum umfjöllunum, þannig
að ég sá fyrir mér að ég gæti
búið til eins konar miðpunkt
fyrir upplýsingar um mótmælin.
Þar væri hægt að verja þá sem
skaffa upplýsingarnar, og miðla þeim til
fjöldans.“
Ég spurði Bolland hvaða ráð hann
vildi gefa upprennandi blaða mönnum.
„Þú þarft að komast að því fyrir hvað
þú stendur. Að vera blaðamaður þýðir
að þú ert sendiboði fólksins, þú veitir
innsýn í atburðinn sem þú ert að segja
frá. Ef þú vilt vera alvöru blaða maður,
fjallaðu þá um það sem skiptir virki lega
máli. Ekki misnota sambandið sem þú
hefur við lesandann. Þú munt tapa á
því.“
Jarðskjálftamaðurinn Carl Bolland