Kjarninn - 22.08.2013, Page 101
Í
slenska upptökuteymið StopWaitGo, skipað þeim
Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, Pálma Ragnari Ásgeirs
syni og Sæþóri Kristinssyni, seldi nýverið lag til
enskírsku poppsveitarinnar The Saturdays. Eru
það nokkur tímamót fyrir StopWaitGo enda njóta
stelpurnar í The Saturdays mikilla vinsælda í Bretlandi
og ætla að nota lagið sem kynningarlag fyrir fjórðu
breiðskífu sína sem væntanleg er síðar á þessu ári. Lagið
er diskódanslag í anda ríkjandi strauma í poppheimin
um.
Þeir félagar í StopWaitGo eru hins vegar að fara á
svig við ríkjandi stefnu íslenskra tónlistarmanna sem
herjað hafa á erlendan markað, og reyna þeir nú að
öðlast frama í bandarísku poppmaskínunni í Hollywood.
Það er öfugt við íslenskt tónlistarfólk sem náð hefur
vinsældum erlendis með því að herja á hina svokölluðu
indísenu og aðra afmarkaða geira tónlistarheimsins.
Nærtækustu dæmin um íslenska tónlist sem náð hefur
vinsældum erlendis eru að sjálfsögðu verk Bjarkar Guð
mundsdóttur, Sigur Rósar og Of Monsters and Men sem
öll hafa notið fádæma vinsælda erlendis.
Pálmi Ragnar viðurkennir að á brattan sé að sækja
fyrir þá félaga í StopWaitGo. „Við erum bókstaflega rétt
að byrja enda fengum við okkar fyrsta stóra útgáfusamn
ing í maí með The Saturdays og vorum að fá þær fréttir
fyrir stuttu að það lag yrði smáskífulag.“
Lag þeirra, Disco Love, er eina lagið sem komist
hefur í gengum allar síur í löngu og ströngu ferli sem
lag þarf að fara í gegnum áður en huga má að vinsæld
um. Bandarískur umboðsmaður, Darryl Farmer að
nafni, hefur StopWaitGo á sínum snærum og sér þeim
fyrir verkefnum. Hann hefur samband við útgáfufyrir
tæki í poppsenunni sem yfirleitt eru að leita að ein
hverju sérstöku og einkennandi. Upptökuteymi, eins
og það sem þremenningarnir reka, reyna þá að búa
eitthvað til sem samræmist hugmyndum útgáfufyrir
tækjanna sem svo annaðhvort hafna lögunum eða
02/07 kjarninn TÓnLIST
Smelltu til að hlusta á Disco Love,
lagið sem StopWaitGo gerði fyrir
the Saturdays.