Kjarninn - 22.08.2013, Page 104
kunnátta því mikilvægur þáttur í að skapa trúverðug
leika og traust.
„Ég held líka að það að hafa ekki verið í ströngu tón
listarnámi mjög lengi hjálpi okkur mjög mikið. Vegna
þess að þegar maður er í ströngu tónlistarnámi lærir
maður að meta tónlist á allt annan hátt en almenningur
metur tónlist,“ segir Pálmi. Þeim þykir það virkilega
mikilvægt að hafa lært að gera tónlist eftir því hvernig
þeir upplifa hana.
íslensk tónlist sem vörumerki
En sá draumur sem StopWaitGo eltist við er í raun og
veru allt annar en sá draumur sem íslenskar hljómsveitir
eltast við þegar þær leita út fyrir landsteinana með
tónlistina sína. Þeir eru ekki endilega að leita að eigin
frægð og frama til að geta haft í sig og á, heldur láta þeir
aðra um að ljá lögunum þeirra rödd sína.
Þær íslensku hljómsveitir sem hafa átt góðu gengi að
fagna erlendis hafa gert hlutina eftir sínu höfði, verið að
gera sérstaka hluti og jafnvel notið gríðarlegra vin
sælda í afmörkuðum geirum tónlistarheimsins. Á þeirri
sérstöðu hafa íslenskir tónlistarmenn alla jafna byggt
velgengni sína.
Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri
Útflutnings skrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), segir
erlendan markað vera mjög móttækilegan fyrir íslenskri
tónlist. Er það vegna þess að vörumerkið íslensk tónlist
er sterkt erlendis og gefur tónlistarfólki héðan örlítinn
byr í seglin, þó að velgengnin sé á endanum undir hverj
um og einum komin.
„Ég veit að það fer mjög fyrir brjóstið á mörgum að
tala um listir og vörumerki í sömu setningu. En þetta er
útflutningsskrifstofa sem við rekum hérna og við erum
því svolítið að horfa á íslenska músík sem vörumerki og
skoða hana frá þeim forsendum,“ segir Sigtryggur og
bætir við að stundum sé sagt að maður þurfi ekki að vera
„sellout“ til að selja out. Það sé mikilvægt fyrir íslenska
5/07 kjarninn TÓnLIST
Smelltu til að
heimsækja
vefsíðu ÚTÓn