Kjarninn - 22.08.2013, Side 110

Kjarninn - 22.08.2013, Side 110
Hrokafullur og sjálfumglaður Taleb er einn hrokafyllsti og sjálfumglaðasti rithöfundur sem ég hef lesið en á einhvern klókinn hátt tekst honum oftast að sannfæra mig um að hann viti best. Þegar ég les Antifragile líður mér eins og ég sé að hlusta á langa einræðu frá Taleb og mig langar mest að spjalla við hann og spyrja hann nánar út í suma hluti og rökræða aðeins við hann um aðra. Ritstíll Taleb skapar þessi hughrif því hann setur hlutina beint fram eins og sá sem allt veit. Ég geri ráð fyrir að þeim sem finnst Taleb hrokafullur eigi erfitt með að lesa Antifragile en hafa verður í huga að Taleb hefur sannað að hann hefur oft haft rétt fyrir sér þrátt fyrir skoðanir sem ekki hafa samræmst meginstraumunum. Antifragile sameinar fyrri metsölubækur Talebs, Black Swan og Fooled by Randomness, en eins og hann tekur fram í bókinni var það tilviljun að hugrenningar hans leiddu hann að einni niðurstöðu sem lítur dagsins ljós í Antifragile. Bókin er í raun sjö styttri bækur þannig að hægt er að lesa hana í sjö hlutum. Á köflum er bókin svolítið langdregin en auðvelt er að staldra mismunandi lengi við kafla eftir áhugasviðum. Góður inngangur er að hverjum kafla þannig að auðvelt er að hlaupa létt yfir þá kafla sem vekja minnstan áhuga. Texti Antifragile minnir stöðugt á að taka engum hlutum sem gefnum og að efast um réttmæti þeirra staðreynda sem taldar eru almenn vitneskja. Bækur á borð við Antifragile er nauðsynlegt að lesa reglulega til að sjá hlutina í kringum sig í gagnrýnara ljósi. 3/05 kjarninn ExIT Smelltu til að fræðast um fjárfestinn Taleb malcolm Gladwell, höfundur metsölubókanna Tipping Point, Blink og Outliers, hefur skrifað frábæra grein um Taleb. Gladwell varpar ljósi á fjárfestinn Taleb og hvernig hann veðjaði gegn flestum öðrum og græddi á fjármálakreppu. Í stuttu máli veðjaði Taleb á fall markaða og á meðan vel gekk á mörkuðunum tapaði hann peningum á hverjum degi en þegar hrunið kom stórgræddi hann. mjög skemmtilegt sjónarhorn á áhugaverðan mann. Smelltu til að lesa greinina Smelltu ilað loka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.