Kjarninn - 22.08.2013, Page 119
höfund á dögunum að bjórsalan hjá honum það sem af
er sumri væri innan við helmingur þess sem hún var
í fyrra. Nýjustu sölutölur ÁTVR benda í sömu átt þótt
sölutregðan sé ekkert viðlíka og það sem veitingamaður
inn upplifði. Sala á lagerbjór í maí, júní og júlí var nærri
þremur prósentum minni í ár en á sama tímabili í fyrra.
sölutölur yFir lagerbjór Hjá átVr
tölur í þús. l maí–júlí 2012 maí–júlí 2013
Lagerbjór 4.153 4.036 -2,8%
Munurinn er hins vegar greinilegur eftir land
svæðum. Samkvæmt tölum sem ÁTVR tók saman fyrir
Kjarnann er mikil aukning í allri áfengissölu á Norð
ur og Austurlandi. Að sama skapi hefur dregið veru
lega úr sölu á Vesturlandi, Vestfjörðum, Suðurlandi og
höfuðborgarsvæðinu, þar sem salan hefur minnkað um
rúmlega þrjú prósent. Sú tala er auðvitað enn merki
legri í ljósi þess að tveir þriðju hlutar landsmanna búa á
suðvestur horninu.
HlutFallsMunur í söluMagni í Maí–júlí 2012 og 2013
Vesturland og Vestfirðir -0,6%
norðurland 5,6%
Austurland 14,6%
Suðurland og Suðurnes -0,1%
Höfuðborgarsvæðið -3,1%
Heildarsala 0,70%
Í heildina hefur áfengissala dregist saman um tæpt
prósent þessa þrjá fyrstu mánuði sumars, sé miðað við
sömu mánuði í fyrra. Þar er þó ekki bara um að kenna
minni bjórsölu á öldurhúsum í Reykjavík.
Hvítvínið hverfandi á pallinum
Færri sólskinsdagar þýða líka að neysla á léttvíni breyt
ist. Undanfarin ár hefur sala á rauðvíni minnkað lítil
lega frá ári til árs eða staðið í stað. Þetta má lesa út
3/06 kjarninn ExIT
Smelltu til að heimsækja
Hamborgarabókina á vefnum