Dagfari - 01.11.2007, Page 12
Frá Nagasaki
Herir og kjarnorkuvígbúnaður
Formlega séð hefur NATO engan her.
Herinn sem NATO beitir er einfaldlega
herir þeirra ríkja sem að bandalaginu
standa. Það sama gildir um flest vopn
og hernaðartól, en sum þeirra eru þó
í eigu NATO. Auk þess sér NATO um
þróun ýmiskonar hernaðartækni í þar
til gerðum rannsóknarstofnunum á
vegum bandalagsins.
Eitt helsta hlutverk NATO felst í stjórn
á kjarnorkuvopnum. Það eru Banda-
ríkjamenn og Bretar sem eiga öll þau
kjarnorkuvopn sem bandalagið hótar
að beita, en ef til stríðs kemur áskilja
Bandaríkjamenn sér þann rétt að
deila kjarnorkuvopnunum með sér til
bandalagsþjóða sinna í NATO. Aðrar
NATO-þjóðir (utan við Frakkland sem
íyrr segir) eiga því engin kjarnorku-
vopn, þótt þau geti engu að síður beitt
þeim í stríði. Þessi furðulega tilhögun
er til komin vegna þess að dreifing
kjarnorkuvopna er bönnuð samkvæmt
Kjarnorkuafvopnunarsamningnum
frá 1968, og því gætu Bandaríkjamenn
ekki selt eða gefið aðildarþjóðum
kjarnorkuvopn með hefðbundnum
hætti. Allar NATO-þjóðirnar eru því
hugsanleg kjarnorkuvopnaveldi ef til
stríðsátaka kemur, þrátt fýrir að hafa
undirritað samning sem ætlað var að
banna þessum þjóðum að taka við
kjarnorkuvopnum. Þessi sameigin-
lega kj arnorkuvopnastefna bandalags-
ins er talin koma í veg fyrir þátttöku
einstakra ríkja í stofnun yfirlýstra
kjarnorkuvopnalausra svæða. Stefnan
stóð til dæmis í vegi fyrir kjarnorku-
vopnalausum Norðurlöndum þótt
hugmyndin hafi notuð yfirburða-
stuðnings meðal almennings.
Þess má geta að NATO hefur hafnaðþví
að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að
fyrra bragði. Þýskaland lagði fram til-
lögu um að útiloka slíkt á fundi NATO-
ríkja í Washington 1 apríl 1999, en til-
lögunni var hafnað. Samkvæmt áliti
Alþjóðadómstólsins í Haag frá 8. júlí
1996 brýtur beiting kjarnorkuvopna
að fyrra bragði gegn alþjóðalögum,
en einnig telur dómstóllinn að ríkjum
heims beri að stefna að útrýmingu
allra slíkra vopna. í samræmi við þetta
lagði Malasía hinn 1. desember 1999
tillögu fyrir allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna um eyðingu allra kjarnorku-
vopna. 114 ríki samþykktu þessa til-
lögu, en 22 sátu hjá og 28 greiddu
atkvæði gegn henni. Þar á meðal voru
næstum öll aðildarríki NATO og er ís-
land þar ekki undanskilið. Tvö NATO-
ríki, þ.e. Kanada og Noregur, sátu hjá,
en ekkert NATO-ríki greiddi atkvæði
með tillögunni.
Andstada og stuðningur
NATO hefur alla tíð mætt öflugri mót-
spyrnu friðelskandi fólks og þeirra
sem gagnrýnt hafa vígvæðingu þess
og utanríkisstefnu. Krafturinn í and-
stöðunni hefur verið mismikill eftir
tímabilum og líklega varð hann einna
mestur í byrjun níunda áratugarins,
þegar uppi voru áform um að koma
skamm- og meðaldrægum kjarna-
flaugum fyrir á meginlandi Evrópu.
Þau áform voru fyrst og fremst stöðvuð
vegna gríðarlegrar mótmælabylgju al-
mennings í löndum Vestur-Evrópu
sem leidd var af friðarhreyfingunni.
Á íslandi hefur andstaðan við NATO
sömuleiðis alla tíð verið mikil og
tengdist lengst af herstöðvarmálinu,
en inngangan í NATO var á sínum
tíma talin forleikur að komu erlends
hers til landsins. Þá var herstöðin á
Miðnesheiði skilgreind sem NATO-
herstöð, þótt þar þjónuðu fyrst og
fremst bandarískir hermenn.
Allar helstu friðarhreyfingar síðustu
áratuga á íslandi hafa haft úrsögn úr
NATO á stefnuskránni. Það er nokkuð
frábrugðið því sem verið hefur í grann-
ríkjunum, þar sem meiri hefð er fyrir
eins-máls-hreyfingum, sem t.d. ein-
beita sér að baráttu gegn herskyldu,
kjarnorkuvopnum eða einstökum
stríðum, en skjóta sér undan því að
taka afstöðu til hernaðarbandalagsins
NATO.
íslenskir NATO-vinir hafa einnig haft
sín félagssamtök. Ungliðar úr þeim
stjórnmálaflokkum sem stutt hafa
NATO-aðild halda úti félagsskapnum
Varðbergi. Þeir sem eldri eru geta
leitað til Samtaka um vestræna sam-
vinnu (SVS). Meginhlutverk beggja
samtaka hefur á síðustu árum verið
skipulagning á heimsóknum stjórnar-
manna til höfuðstöðva NATO í Brussel
og Norfolk.
Adildarþjóðir
Nú eru 26 ríki í NATO og hefur þeim
fjölgað mjög síðustu ár.
Stofnendur (apríl 1949): Belgía,
Kanada, Danmörk, Frakkland, ísland,
Italía, Lúxemborg, Holland, Noregur,
Portúgal, Bretland, Bandaríkin.
Fyrsta stækkun (febrúar 1952):
Grikkland, Tyrkland.
Önnur stækkun (maí 1955):
Þýskaland.
Þriója stækkun (maí 1982):
Spánn.
Fjórða stækkun (mars 1999):
Tékkland, Ungverjaland, Pólland.
Fimmta stækkun (mars 2004):
Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen,
Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía.
Finnur Dellsén tók saman
Dagfari • nóvember 2007
12