Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 14
Fátt hefur valdið meiri heila-
brotum og jafnvel hrein-
um og beinum deilum
milli kvikmyndafræðinga
(og áhugamanna) en það
hvernig í ósköpunum eigi að skilgreina
stríðsmyndina: Hvað er og hvað er
ekki stríðsmynd? Verður stríðsmynd-
in beinlínis að sýna stríð eða bardaga
eða líf hermanna? Er hægt að kalla
epískar sverða- og sandalamyndir á
borð við Spartacus (Stanley Kubrick,
1960) stríðsmynd? Hvað þá með
myndirnar sem sýna aðdraganda, eða
þá afleiðingar stríðs? Hvað með Kalda
stríðið? Eru myndir sem fjalla um
visst stríð meiri stríðsmyndir en þær
sem fjalla um annað?
Þessum pistli er sannarlega hvorki ætl-
að að svara þessum spurningum né
mörgum öðrum af sama tagi. Honum
er frekar ætlað að vekja lesendur til
umhugsunar um hvers lags óskapa
skepna þessi kvikmyndagrein er og
mun alltaf verða. í mörgum merkum
greinum, ritgerðum og bókum sjást
hinar ýmsu birtingarmyndir þessara
deilna. Þeir sem setja kannski ströng-
ustu skilyrðin einskorða stríðsmynd-
ina við það sem á góðri ensku kallast
World War II Combat Film, sem mætti
snara á íslensku sem Seinni-heims-
styrjaldar-bardagamynd. Þetta er ekki
svo galið svið, en ansi þröngt. Þessar
myndir verða af augljósum ástæðum
helsta birtingarmynd stríðsmynda frá
og með 1942, og er Hollywood-mynd-
in Bataan (1943) oft kölluð fyrsta
„alvöru“ stríðsmyndin. Þetta þýðir
að hún inniheldur hóp sem á að vera
þverskurður og táknmynd (yfirleitt)
bandarísks þjóðfélags. Hópurinn
inniheldur þ.a.l. erkitýpur eins og
kvensama ítalann, sálmasyngjandi
svertingjann, sveitalubbann sem talar
mikið um hversu ólíkt umhverfið sé
Kansas og að sjálfsögðu engan mann
af asískum uppruna. Hópinn leiðir
atvinnuhermaður (gjarnan kallaður
Lifer) sem þarf að kljást við þann eina
í hópnum sem ekki fellur alveg inn í
og táknar því hvað sundrung í öllum
samfélögum er skelfileg. Þegar há-
punkti frásagnarinnar er náð verður
eitthvað til þess að sundrungaraðil-
inn skilur loksins að hann verður að
vera hluti af heildinni, oft eftir að hafa
óvart orðið valdur að dauða einhvers í
hópnum eða hafa bjargað saklausum
borgara. Við þessa uppgötvun verður
hann fljótt hetja hópsins og vinnur
tilhlýðilegar dáðir sem stundum enda
Mörgumfinnst
jy stríðsmyndin
stöðnuð, að
hún sé lítið annað
en heilalausasta
form afþreyingar
og höfði tilfrekar
aumra hvata. Þetta
er bæði rétt og ekki
að dómi ritara...
með hetjulegri fórn. Þessi uppbygg-
ing, sem inniheldur ýmsa fleiri þætti,
á við um velflestar „alvöru“ stríðs-
myndir. Eins og gefur að skilja var
þessi bygging allsráðandi á tímabilinu
frá 1942-1949 og hefur sannarlega
ekki dáið út, en eins og flestar klass-
ískar greinauppbyggingar hefur hún
hlotið töluverða endurskoðun.
Það liggur kannski í hlutarins eðli að
stríðsmyndin hefur breyst með tíman-
um, enda voru eldri stríðsmyndir
gjarnan uppfullar af þjóðernisstolti
eða þjóðernishyggju og á stríðstím-
um voru margar þeirra lítið annað en
áróðursverk á alla kanta sem blessun-
arlega hafa gleymst eða glatast. En
áhrif Hiroshima og Nagasaki voru
mikil á kvikmyndagerð. Stríðsmynd-
ir einkenndust yfirleitt af annaðhvort
ótta og ofsóknaræði eða ákalli á frið.
Stundum er farið bil beggja og gert grín
að öllu heila klabbinu. Það er vand-
meðfarið og erfitt að gera „gaman“-
stríðsmynd en þegar vel tekst til er
erfitt að slá þær út. Af einhverjum
orsökum hefur þetta tekist mun betur
í sjónvarpi, s.s. Allo Allo, Dad’s Army
og Hogan’s Heroes.
Eins og áður hefur verið getið þá
ganga flestar greinar í gegnum endur-
skoðun með tímanum og það á vel við
um stríðsmyndir. Hið sígilda „hreina"
form greinarinnar hefur verið endur-
skoðað í bak og fyrir og er farið að hafa
áhrif á nýrri útgáfur. Víetnam-myndin
kom og fór, flestar þeirra höfðu meiri
áhuga á að sýna hvað gerðist eftir
stríðið fremur en í því (t.d. Taxi Driver
og Coming Home). Myndir um Persa-
flóa eru enn fáar en mun vafalítið
fjölga með tímanum.
Mörgum finnst stríðsmyndin stöðnuð,
að hún sé lítið annað en heilalausasta
form afþreyingar og höfði til frekar
aumra hvata. Þetta er bæði rétt og
ekki að dómi ritara; þegar stríðsmynd-
ir eru gerðar sem hrein afþreying
stýra förinni hvatir sem eru í besta
falli óæskilegar. Þegar þær eru hins
vegar gerðar sem eitthvað meira,
vekja umhugsun og hafa tilgang fram
yfir gróðahugsjón verða þær meðal
þess besta sem er gert.
Hér eru svo nokkrar af merkustu
stríðsmyndum sem hafa verið gerðar í
engri sérstakri röð og uppröðunin háð
umtalsverðum duttlungum ritara:
14 Dagfari • nóvember 2007