Dagfari - 01.11.2007, Side 22

Dagfari - 01.11.2007, Side 22
um í Reykjavík. Þá varð allt vitlaust og ráðist á okkur á þeim forsendum að við værum að spilla æskulýðnum með kommúnistaáróðri. Það var einfald- lega ekki mögulegt að koma skynsam- legri umræðu af stað. Það vakti því athygli mína að í bókinni Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhann- esson, sem ijallar um símahleranir á þessum tíma, er hvergi minnst einu orði á ólöglegar handtökur eða ann- Mynd: MBÓ að slíkt. Ég trúði því varla fyrst að í bók upp á rúmar 300 síður er hvorki minnst á handtökur og fangelsanir né komið nálægt öllu því sem var að ger- ast á þessum tíma. Á íslandi ríkti veruleg ólga frá 1961 og fram á áttunda áratuginn og um leið var gríðarleg þöggun í þessu samfé- lagi sem hefur loðað við alveg síðan. I dag er þetta þó af öðrum toga: Nú eru nokkrir menn sem á er hlustað en þeir hafa því miður engin áhrif. Jón Ormur Halldórsson og Þorvaldur Gylfason eru t.d. menn sem hafa fylgst með og vita hvað er að gerast með heiminn og tala um það af skynsemi en það er enginn sem hlustar á þá. Breytingin frá því sem áður var er sú að það er ekki hægt að smella neinum stimpli á þessa menn og útmála þá sem brjálaða kommúnista eins og var gert í gamla daga. Að því leyti hefur þetta breyst. Menn sjá það nú að Víetnamstríðið, einn höfuðglæpur 20. aldarinnar, er hliðstæða Íraksstríðsins. Þokunni hef- ur létt en þegar farið var inn 1 Víetnam þótti almenningi það alveg sjálfsagt. En þegar farið var inn í írak var stór meirihluti þjóðarinnar á móti því. Ætli munurinn sé því ekki sá að nú þegar þokunni hefur létt er enginn tilbúinn til að standa fyrir sannfæringu sinni. Fjölmiðlalandslagið hefur gjörbreyst að því leyti að blöðin eru full af frétt- um af leikurum frá Hollywood og Mogginn virðist vera eina blaðið í dag sem einhver umræða er í. Það hefði enginn trúað því í gamladaga að þetta mundi snúast svona við en nú ríkir ótrúleg blinda um að peningar séu upphaf og endir alls. Mér finnst þessi fjölmiðlaheimur alveg ömurleg- ur miðað við það sem áður var. Þótt hann hafi ekki verið góður í gamla daga þá voru allavega hreinar línur og það var tekist á. Ég er mjög svartsýnn á framtíðina en trúi því nú samt að ein- hverjir hljóti að geta komið vitinu fyrir okkur. Það er öruggt að Bush og hans lið hverfi á braut og þá er vonandi að það verði gjörbreyt- ing. Þetta er kannski bara bláeygt hjá mér en mér finnst maður verða að halda í þessa von. Því ef ekki þá erum við á Texti: Magnús heljarþröm. Björn Ólafsson FRIDUR.IS VEFUR UMFRIÐAR- OG AFVOPNUNARMÁL 22 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.