Dagfari - 01.11.2007, Page 33

Dagfari - 01.11.2007, Page 33
beitt herþotunum. Þeir þarfnast kunn- áttu í að fljúga þeim og í að skjóta flugskeytunum. Eitt stærsta verkefni flughers hlýtur að vera þjálfun her- flugmanna svo að þeir geti gert það sem þeim er ætlað í stríði. Ríkisstjórn íslands hefur ákveðið að gera ísland að æfingasvæði fyrir her- flugmenn NATO-ríkja. Því hefur verið haldið fram, meðal annars af Árna Páli Árnasyni þingmanni Samfylk- ingarinnar og varaformanni utan- ríkismálanefndar Alþingis, að hér sé einkum um að ræða æfingar í einhvers konar löggæsluaðgerðum. Hefur Árni Páll til dæmis haldið því fram að mikil áhersla sé lögð á frelsun gísla (sjá grein hans í Morgunblaðinu 24. ágúst síðastliðinn). Ekki er um auðugan garð að gresja þegar leitað er að dæmum um notkun flugherja til frelsunar á gíslum. Að vísu gerði ísraelsher miklar loftárásir á íbúðahverfi á herteknu svæðunum og í Líbanon á síðasta ári til að knýja fram frelsun á ísraelskum hermönnum sem teknir höfðu verið í gíslingu. í þessurn loftárásum létust yfir 1.000 óbreyttir borgarar. Ósennilegt er að Árni Páll hafi haft þessar árásir í huga. En hvað hafa Árni Páll og aðrir stuðningsmenn heræfinga á íslensku landi þá í huga? Jú, þeir eru mjög áfram um að hér á íslandi séu svokall- aðar sýnilegar varnir vegna einhverr- ar óskilgreindrar ógnar sem enginn veit almennilega hver er. Það hefur enda aldrei verið skýrt út fyrir fólki og telja þeir sig raunar ekki þurfa þess. Svo augljóst megi það vera hverjum manni að hér á íslandi sé svonefndra hervarna þörf. Þessi málflutningur heræfingasinna er hriplekur. Og því kemur það kannski síst á óvart að þeir koma ekki auga á nokkuð sem öllum ætti þó að vera ljóst - tengslin á milli athafna NATO- herjanna hér og aðgerða þeirra annars staðar í heiminum. Bandarískur her- flugmaður, sem fær þjálfun á íslandi og skýtur síðar flugskeytum á óbreytta borgara í írak eða Afganistan, hefur öðlast nokkurn hluta kunnáttunnar til þess við æfingarnar hérlendis. Sviptum hulunni af hinu aug- ljósa Ber Island þá enga ábyrgð á mannfall- inu í þessum stríðshrjáðu löndum? Getum við hér á landi látið eins og það komi þessum heræfingum ekki við? Eða er þetta ekki sami herinn sem æfir sig hér og drepur óbreytta borgara úti Frá mótmælum gegn heræfingum í heimi? Er hægt að líta á þetta sem tvennt aðskilið og algjörlega ótengt? Auðvitað ekki. En því miður er meiri- hluti íslenskra stjórnmálamanna blindur á hið skýra orsakasamhengi heræfinga og stríðsaðgerða. Hern- aðarandstæðingar verða stöðugt að vekja athygli á staðreyndunum og upp- lýsa pólitíkusana og almenning um hið augljósa. Þórður Sveinsson Myndir: Harpa Stefánsdóttir LÖGFRÆÐISTOFA ATLA GÍSLASONAR HRL. Ingólfsstræti 5, 4. hæð, sími: 562-2024 Dagfari • nóvember 2007 33

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.