Dagfari - 01.10.2009, Page 39

Dagfari - 01.10.2009, Page 39
39 og hverjar ekki. Það er eins og að skilyrða kosningarétt kvenna við hvaða flokk þær ætla sér að kjósa — hvernig þær nýti atkvæði sitt. Eigum við sem berjumst fyrir auknum völdum kvenna að setja skilyrði fyrir því hvernig konur fara með völdin? Nei, við gerum það að sjálfsögðu ekki en að sama skapi er mjög hæpið að nota friðarboðskapinn eða hugmyndina um hina heilögu móður í baráttunni fyrir kven- frelsi. Hvort karlar séu líklegri en konur til að etja þjóð út í stríð er að mínu mati ekki mergurinn málsins heldur sá að fólki sé ekki haldið frá völdum vegna kynfer- ðis. Að bæði konur og karlar hafi jafn mikið að segja um samfélag sitt. Svo er hitt allt annað mál og efni í aðra grein að kynjafræðin og femínisminn hefur ýmislegt gagn- legt til málanna að leggja í friðar- baráttunni. Þannig er gegnum- gangandi að völd og valdbeiting er gagnrýnd og samfélagsskipan- in véfengd. Baráttan fýrir jafnrétti og lýðræði, gegn kúgun ákveðins hóps og gegn kynbundnu ofbeldi er að sjálfsögðu barátta fyrir friði og rétdæti. DAGFARI

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.