Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 17.05.2013, Blaðsíða 80
8 ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2013Geymið blaðið Einfaldleikinn er bestur þegar grilla á grænmeti. Það er í raun nóg að hafa salt og olíu og svo þetta stórkostlega íslenska grænmeti“, segir Völundur Snær Völundarson matreiðslumaður, sem flestir þekkja úr þáttunum „Delicious Iceland ,Gómsæta Ísland“, sem sýndir voru á RÚV í fyrrasumar. Þættirnir voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni BBC og einnig í yfir fimmtíu löndum. Í þáttunum var farið landshorna á milli á Íslandi og heilsað upp á fólk sem sinnir ræktun, bústörfum og hverju því sem viðkemur mat. Völundur Snær ætlar að taka upp þráðinn aftur og undirbýr nú þætti um íslenskt sjávarfang. „Ég grilla helst á kolagrilli, en gasgrillin eru einnig góð. Hægt er að leggja viðarspæni í álpappír í gasgrillið og þá kemur svipað bragð af matnum og af kolagrilli“, segir Völundur, eða Völli Snær, eins og landsmenn þekkja hann. Í sumar bregður honum fyrir í sjónvarpsauglýsingum, þar sem hann kennir landsmönnum að grilla grænmeti og gefur góðar uppskriftir. „Mér finnst óskaplega gott að grilla spergilkál, smá salt og smjör, það þarf ekkert annað“, segir Völli Snær. „Ef ég á að nefna uppáhalds grænmeti til að grilla þá er það spergilkál, en þetta er auðvitað allt svo gott að erfitt er að velja“. Völli Snær er kominn heim eftir fimmtán ára dvöl í útlöndum, þar af var hann tólf ár á Bahamaeyjum og rak þar veitingastað. Nú eru Hótel Borg og Nora Magasin staðirnir hans. „Nora Magasin er nýr staður við hliðina á Borginni sem við opnuðum í vor. Þar verður ferskleikinn í fyrirrúmi. Þar verður opið fram yfir miðnætti á virkum dögum og til þrjú um helgar. Hægt er að fá léttan hádegisverð, kvöldverð eða smárétti á góðu verði og allt miðast þetta við hollustu og ferskleika“. Yfirkokkurinn á Nora Magasin er Akane Sophie Monavon Youdogawa, hún er frönsk í móðurætt og japönsk í föðurætt og hún leiðir matargerðina, sem er mjög spennandi þar sem hún þekkir vel franskar og japanskar hefðir í matargerð. Í sumar verður Völli Snær einnig með veitingastaðinn Pallinn á Húsavík, en þar notar hann aðeins grænmetið frá Hveravöllum í Reykjahverfi. „Íslenska grænmetið er miklu bragðmeira og betra en það innflutta. Allt vex hægar hér á Íslandi og það gerir þennan mikla bragðmun“, segir Völli Snær og lét fylgja nokkrar einfaldar uppskriftir af grilluðu grænmeti. Völli Snær kennir landsmönnum að grilla grænmeti í sumar „Mér finnst óskaplega gott að grilla spergilkál, smá salt og smjör, það þarf ekkert annað.“ „Íslenska grænmetið er miklu bragðmeira og betra en það innflutta. Allt vex hægar hér á Íslandi og það gerir þennan mikla bragðmun.“ Sæt, safarík og full af C-vítamíni Framboð af íslenskum jarðarberjum verður meira í sumar en verið hefur. Garðyrkjubændur á suður- og vesturlandi eru að bregðast við mjög mikilli eftirspurn eftir jarðarberjum. Íslensku berin eru rómuð fyrir bragðgæði og ferskleika, enda stutt á markaðinn frá ræktunarstað. Jarðarber eru ræktuð í góðurhúsum hér á landi og koma á markað í maí/ júní og eru fáanleg fram á haust. Í sumar koma á markaðinn jarðarber frá fjórum garðyrkjustöðvum, Sólbyrgi, Jarðarberjalandi, Silfurtúni og Kvistum. Jarðarber eru ekki eiginleg ber heldur blómbotn jarðarberjablómsins. Litlu örðurnar sem líta út eins og fræ eru hin eiginlegu aldin jarðarbersins. Þau geyma hvert um sig lítið fræ. Líkt og brómber og hindber eru jarðarber samsettur ávöxtur. Jarðarber hafa verið ræktuð frá ómunatíð. Þau voru í miklu uppáhaldi hjá rómverskum keisurum og þegar Spánverjar komu til Ameríku kynntust þeir jarðarberjarækt indíána. Þar voru berin smá og uxu víða villt. Frönskum garðyrkjumönnum tókst að rækta stór jarðarber snemma á 18. öld með því að blanda saman ræktun evrópskra berja og berja frá Chile. Jarðarber vaxa víða villt hér á landi en þau eru smá og oft ná þau ekki fullum þroska. Oft er sagt að jarðarber séu tákn ástar og rómantíkur. Þau eru borin fram súkkulaðihjúpuð með kampavíni þegar við á. Jarðarber með rjóma er dásamlegur eftirréttur við öll tækifæri. NæriNGarGildi Jarðarber eru mjög rík af C-vítamíni. Í 100 gr. af ferskum jarðarberjum eru aðeins 45 hitaeiningar. Margir telja að jarðarber hafi góð áhrif á gigt. GeymSla Þegar velja á jarðarber er mikilvægt að þau séu stinn, þurr og vel rauð. Best er að fjarlægja ekki krónublöð og stilk fyrr en rétt áður en berin eru skoluð og þeirra er neytt. Ef krónublöð og stilkur eru fjarlægð áður en berin eru skoluð sjúga þau í sig vatn og linast. Þegar frysta á jarðarber er best að skola þau undir rennandi köldu vatni með krónublöðunum á og frysta í bökkum. Þegar berin eru gegnfrosin má pakka þeim í aðrar umbúðir og frysta þannig. jarðarber Ferskur salatdiskur Salatið rifið sundur í blöð, þvegið og þerrað og síðan er blöðunum raðað á stóran, kringlóttan disk eða fat. Tómatarnir skornir í báta, paprikurnar í ræmur og eggin í báta. Osturinn í bita. Öllu raðað ofan á salatblöðin og basilikuknippi sett í miðjuna. Kryddað með pipar og sjávarsalti og berið fram með nógu af góðu brauði, annað hvort sem forréttur eða léttur aðalréttur. - NR grand salat 3-4 íslenskir tómatar, vel þroskaðir 1-2 íslenskar paprikur, ferskar eða grillaðar 2 – 3 harðsoðin egg ½ höfðingi, dala-brie eða annar ostur hráskinka eða annað kjötálegg í sneiðum grænar eða svartar ólífur ½ knippi fersk basilika nýmalaður pipar sjávarsalt Grillaðir tómatar Efsti hluti skorinn af og tómaturinn fræhreinsaaður Rauðlauk, rjómapiparosti og steinselju blandað saman Tómatarnir fylltir með blöndunni Blómkál á Grillið Blómkálið snyrt og skorið í litla vendi Salt, pipar og smjör sett yfir öllu pakkað inn í álpappír Grænmeti Grillað á spjóti Gúrkur, sveppir, rauðlaukur, spergilkál og tómatar þræddir á spjót Salt og pipar Grillaður eftirréttur Jarðarber þrædd upp á spjót Hunang, minta og engifer hrært saman og penslað á berin paprika á Grillið Rauð, græn og gul paprika Velt upp úr rósmarin og hunangi Gulrætur, hnúðkál oG rófur Grænmetið skorið í strimla Grænmetið grillað í eldföstu móti eða álbakka Timjan og smjör sett yfir fylltir sveppir Fóturinn tekinn af sveppunum Hatturinn fylltur með döðlum, camenbertosti og graslauk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.