Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2011, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 29.12.2011, Qupperneq 20
20 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDAGUR ERLENDIR VENDIPUNKTAR 2011 Snúningur sögunnar Efnalegar, hugmyndalegar og pólitískar forsendur vestræns forræðis í heiminum eru að hverfa, segir Jón Ormur Halldórsson. Við stöndum við vatnaskil en sjáum varla út úr augum. Breyttur heimur mun birtast eftir skuldakreppu Vesturlanda sem dundi yfir vegna sjálfsblekkinga og ábyrgðarleysis. etta var vont ár fyrir Vesturlönd. Eitt það versta í minni flestra manna. Og verra en marga grunar. Vand- ræðunum mátti þó afstýra með sæmilegri skynsemi, dálítilli hófsemi og minna ábyrgð- arleysi þeirra sem aðrir treystu. Þess vegna varð þetta líka ár virð- ingarleysis hins almenna manns fyrir öílum þeim sem á liðnum árum hafa krafist tiltrúar í krafti þess að kunna eitthvað sem öðrum var hulið, hvort sem þeir klæddust gráum búningum bankamanna, kuflum kennimanna, virðulegum fötum valdamanna eða kauðslegri flíkum fræðimanna. Þetta var ekki ár stórra sanninda heldur ár reiði og ringlunar. Þungir straumar Það var auðvitað mikið um stóra atburði á árinu en fæstir þeirra skiptu þó miklu máli svona einir og sér. Saman opna þeir okkur hins vegar sýn á þunga strauma sögunnar. Til þess að skilja atburði ársins 2011 og sjá snúning mann- kynssögunnar nægir að líta tutt- ugu ár aftur í tímann. Þá sýndust um stund öll vötn falla til einnar áttar. Menn ræddu jafnvel um enda sögunnar í þeim skilningi að tími átaka um skipan framleiðslu og almenna skikkan stjórnmála heyrði fortíðinni til. Alþjóðlegur kapítalismi og vestrænt lýðræði hefði unnið fullan sigur. Nú sýnast vötn falla til allra átta í senn. Við erum greinilega á vatnaskilum en sjáum varla út úr augum. Annus mirabilis Sumarið 1991 opnaði breski vís- indamaðurinn Tim Berners-Lee veraldarvefinn með belgískum aðstoðarmanni sínum við evr- ópska stofnun í Sviss. Vefurinn bjó til tæknilegar forsendur heims- væðingar í atvinnulífi, menningu, mannlífi og stjórnmálum. Heims- væðingin hefur bylt viðfangs- BANDARÍKJAHER FARINN FRÁ ÍRAK Bandaríska heimsveldið, akkeri alþjóðakerfisins, hrökklaðist frá frak undir árslok, rúið trausti og virðingu. nordicphotos/afp efnum stórs hluta jarðarbúa, stöðu heilla þjóða, sýn milljarða manna og flestum hlutföllum í heimin- um. Mánuði fyrr hafði gjaldeyris- kreppa neytt Indland til að tengj- ast hagkerfi heimsins. Atvinnulíf þessa risaríkis hafði verið lokað á bak við háa múra því þarna, eins og víða, höfðu menn lengi litið svo á að alþjóðlegur kapítalismi og nýlendustefna væru eitt og það sama. Um vorið hafði sigur Banda- ríkjanna í stríðinu um Kúveit virst marka nýja skipan heimsmála. Staðfesting Á annan dag jóla var svo stað- fest nýtt hagkerfi heimsins, ný skipan alþjóðamála og pólitísk- ar forsendur heimsvæðingar. Þá var fáni Sovétríkjanna dreg- inn niður í hinsta sinn. Ekki var aðeins helsi létt af hálfri Evrópu heldur var heimurinn líka leystur úr viðjum staðnaðra átaka um gamla hagsmuni klædda í flíkur hugmynda. Kapítalisminn átti sér ekki lengur keppinauta í orði né á borði. Stækkun heimsins Nema, héldu menn, helst í Kína sem var að lokast aftur eftir að misræmið á milli viðskiptafrelsis og pólitískrar þvingunar varð meira en kommúnistaflokkurinn réði við. En vorið 1992 fór Deng Xiao Ping í afdrifaríkustu ferð sem eftirlaunþegi hefur nokkru sinni farið. Deng var að nálgast nírætt og formlega valdalaus. í Austur-Asíu eru tákn dýrari en orð og prívat heimsókn Dengs til frjálslyndustu borga Suður-Kína
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.