Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 4

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 4
Kynning C’ G LEYFI mér hér með að kynna fyrir þér HEIMILISRITIÐ. Þetta er hálfgerður flækingur og þú sleppur ekki við að borga að minnsta kosti 5 krónur fyrir hverja heim- sókn hans. En hvað er það núna í dýrtíðinni? Ekki meira en það sem þú þarft að kaupa kökur fyrir, ef einhverja ber að garði. Eg þori að ábyrgjast að hann kemur sér vel við þig og að þér þykir verst, að hann skuli ekki geta komið oftar en einu sinni í mánuði. Hann kann frá mörgu að segja. Mestmegnis segir hann þér spenn- andi smásögur, en líka margt annað sem hann heldur að einhver af heim- ilisfólkinu hafi gaman af í tómstund- um sínum, ekki sízt konurnar. Hann er sem sé kvenhollur í meira lagi. Hann á marga ákaflega vinsæla erlenda frændur, sem hann hefur lært af. Og þú mátt reiða þig á það, að hann segir þér ekki nema úrvalið af því, sem hann hefur heyrt þessa skemmtilegu ættingja sína skýra frá. Hann vill ekki eiga á hættu, að þú úthýsir honum af því að þér leiðist hann. Jæja, í alvöru talað. Þessu riti er ætlað að koma út í byrjun hvers mánaðar. Það á að flytja skemmti- legar sögur, skrítlur, smágreinar, leiki og annað efni, sem getur orðið íslenzkum heimilum til afþreyingar. Erlendis eru rit með líku sniði og þetta, mjög útbreidd. Er talið að margir stytti sér stundir við lestur þeirra, sem annars væru á sama tíma í allskonar slarki. Þau hafa og verið mjög útbreidd hér á landi, þótt á erlendum tungum séu. Nú kemur HEIMILISRITIÐ fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn. Það \ er enn hvorki eins stórt, glæsilegt né ódýrt og mörg hinna erlendu smásagnarita, sem koma út í millj- ónaupplagi og troðfull af auglýs- ingum. Þrátt fyrir það þorir HEIM- ILISRITIÐ fyllilega að bera sig sam- an við ýms erlend skemmtirit. Það stendur og til bóta, ef því er vel tekið. Geir Gunnarsson. 2 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.