Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 62
Ótrúlegrt en satt.
\ TONNI og Siggi voru góðir kunn-
ingjar og léku sér oft saman.
Einu sinni klifruðu þeir upp gam-
alt og ryðgað þak, en vissu þá ekki
fyrr en jámið lét undan og þeir
hröpuðu niður á gólf. Fallið var
ekki hátt og þeir meiddust ekkert.
Nonni óhreinkaðist dálítið í framan,
en það sá ekkert á Sigga. Þá gerðist
það ótrúlega. Siggi gekk þegjandi
og hljóðalaust að þvottaskál, sem
þarna var og þvoði sér vandlega,
en Nonni bar það ekki við. Hver er
skýringin? (Svar á bls. 64).
Orðaleikur.
Komið ykkur saman um eitthvert
orð, t. d. „ársól“. Síðan skrifar hver
ykkar upp öll þau nafnorð, sem hann
getur myndað af stöfum orðsins.
Eftir ákveðinn tíma bera keppend-
ur sig saman og sá vinnur, sem hef-
ur flest þeirra orða, sem hinir hafa
ekki.
Dæmi:
Alfreð og Bjarni keppa og hafa
orðið „Ársól.“ Þegar þeir hættu hef-
ur Alfreð þessi orð: Ár-sól-rá-ló-ró-
ról-sár-sál-lás-ós-á-ól.
Bjarni hefur þessi orð öll nema
„ról“, en hefur hinsvegar orðin „rás“
og „rós“ fram ýfir Alfreð. Bjarni
vinnur þá með 2:1.
Veiztu það?
1. Hver eftirtalinna ljóðlína er eft-
ir Einar Benediktsson:
— Er hann fyllir fjörð, ryðst um
flúð og börð....
— Það hlóðst að mér allt eins og
haf af trega...
— Fornjóts bleika fimbulkalda vofa.
2. Hver er yngst af eftirtöldum
filmdísum?
Myma Loy. Merle Oberon, Mar-
lene Dietrich, Caroline Lombard,
Lilian Harvey.
3. Hvort er Halldór Kiljan Lax-
ness?
Þórarinsson, Guðjónsson, Sigurðsson.
4. Hvort er suðumark hreins vín-
anda, miðað við vatn?
hærra lægra sama.
5. Hver fann upp eimreiðina?
Watt Fulton Stephenson.
6. Hver eftirtalinna var faðir Júpí-
ters?
Satúrnus, Neptúnus, Romúlus.
Svör á bls. 64.
60
HEIMILISRITIÐ