Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 37

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 37
hundrað dollara á viku og hlutverk, ef — ef.. “ „Þetta nægir“. sagði Irma glott- andi en þó dálítið vingjamlega. „En eftir kjólnum yðar að dæma, því að hann hefur væntanlega ekki verið rifinn þegar þér komuð, þá hefur maðurinn minn ekki ætlað að bíða lengi eftir borguninni". „Þér skiljið mig þá?“ sagði Jolette þakklát og vonbetri. „Eg ýtti honum frá mér, þegar ég sá að hann hafði lokkað mig í sjálfheldu. Hann datt, en ég ætlaði aldrei að gera honum mein. Hann er kannske ekki dáinn“. „Hann er dáinn“, sagði Irma. „Eg hef séð það mörg lík í styrjöldinni, að mér er það vel kunnugt, hvemig þau líta út. Það er ekki um að villast, hvort sem þér hafið drepið hann af ásettu ráði eða ekki“. „Eg sver við allt, sem mér er heil- agt, að ég ætlaði ekki að myrða hann“, sagði Jolette áköf. „Eg fyrir- lít hann og var hrædd við hann. Og þó vildi ég gefa aleigu mína og meira til, ef hægt væri að vekja hann upp frá dauðum“. Hún leit bænaraugum á Irma. „Haldið þér að dómstólarnir myndu sýkna yður?“ sagði Irma Rimaldi. „Maðurinn minn var áhrifa- mikill og fremur vinsæll meðal al- mennings. Og það er alkunnugt, að fjöldi ungra stúlkna hefur reynt að kúga peninga út úr auðugum mönn- um, síðustu ár“. Jolette skalf. Henni fanst þessi háa og skuggalega kona vera sjálf for- loganomin. Það var ómögulegt að átta sig á því, hvað hún hugðist fyr- ir. Var hún að kvelja hana að á- stæðulausu, yfir stirnuðum líkama eginmanns sins? Og hversvegna frestaði hún því að kalla á lögregl- una, ef hún ætlaði sér að gera það? Jolette ákvað að gera síðustu til- raunir sínar til þess að bjarga sér. „Ó, frú Rimaldi! Ef þér trúið orð- um mínum, leyfið þér mér þá að fara. Eg er ung og hef orðið að þola svo margar raunir. Sá eini sem veit, að ég hefi komið hingað, er japanski þjóninn, því að Downing ók sjálfur bílnum. Ef, Ito er þjónninn yðar þá segir hann engum frá þessu, ef þér biðjið hann um að þegja. Haldið þér það ekki? Hvað gæti það sakað, að fólk haldi að maðurinn yðar hefði dottið, af einhverjum orsökum, og brotið höfuðkúpuna?“ Irma Rimaldi hló lágt. „Þér hugsið svo mikið um að bjarga sjálfri vður út úr þessu, að þér gleymið mér. Eg kom heim að óvörum og heimför mín getur verið kunn fjölda manns. það er ekkert leyndarmál meðal al- mennings, að hjónaband akkar Os- wald Downing hefur ekki verið til fyrirmyndar hin síðari ár. Ef ég léti yður fara get ég búist við því að verða sjálf grunuð." Jolette missti þá litlu von, sem hún hafði haft. Hún vissi að minnsta kosti það, að frú Rinaldi ætlaði sér ekki að eiga sjálf nokkuð í hættu. 3. kapítuli. Þær stóðu góða stund og horfðust í augu. HEIMILISRITIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.