Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 66
Vinátta.
Hvemig eigum við að afla hreinn-
ar vináttu?
í fyrsta lagi skulum við ekki ætla
okkur þá dul, að eignast marga góða
vini. Þeir eru of drenglyndir — of
dýrmætir, til þess að hægt sé að
finna þá daglega, eða jafnvel einu
sinni á ári. Ef við höfum eignast einn
eða tvo — ég efast um að nokkur
hafi átt fleiri en sex raunverulega
vini á allri ævi* sinni — berið þá
umhyggju fyrir þeim, hugsið um þá,
eins og þeir eiga að gera gagnvart
yður. Samstillist þeim, komið til
þeirra, til þess að hughreysta þá,
veita þeim samúð yðar, og — það
sem ekki er minnst um vert — hlæja
með þeim. í stuttu máli, kappkost-
ið að gefa þeim eitthvað af yður
sjálfum — eitthvað sem er raunveru-
legt og dýrmætt, sem þér eyðið ekki
í alla og allt.
Naomi Jakob.
í næsta hefti birtist smásaga eftir
O’HENRY, sem nefnist „Dýrlegasti
drykkitr í heimi."
— Eg hef þá reglu að andmæla
aldrei fólki.
— Eg lika.
— Hvaða bölvuð vitleysa, ég hef
oft heyrt þig gera það.
DÆGRADVÖL:
S V Ö r
Ótrúlegt en satt
Siggi sá, að Nonni hafði óhreink-
ast í andliti og bjóst við því að hann
væri sjálfur óhreinn, en Nonni sá
auðvitað ekki framan í sig.
Veiztu það?
1. Önnur ljóðlínan — það hlóðst
að mér o. s. frv. — og er úr kvæð-
inu „Gamalt lag“. Fyrsta ljóðlínan er
eftir Hannes Hafstein, úr kvæðinu
„Hafís“. Þriðja ljóðlínan er eftir
Matthías Jochumsson og er úr kvæði
hans „Hafís.“
2. Merle Oberon er yngst.
3. Halldór Kiljan Laxness er Guð-
jónsson.
4. Suðumark hreins vínanda er
78.4° á Celsius og er því lægra en
vatns.
5. Stephenson fann upp eimreiðina.
6. Satúrnus er sagður vera faðir
Júpiters.
Söguna „Einmana kona og
ást,“ sem birtist í næsta hefti,
hafa áreiðanlega margar kon-
ur gaman af að lesa.
Er nokkuð nýtt í dagblaðinu í dag?
Já, dagsetningin.
HEIMILISRITIÐ er gefið út mánaSarlega. Ritstjóri og útgefandi er Geir Gunnars-
son. AfgreiSslu og prentun annast Víkingsprent, Unuhúsi, GarSastræti 17, Reykjavík,
sími 2864. VerS hvers heftis er 5 krónuT. Áskrifendur í Reykjavík fá hvert hefti
heimsent án aukakostnaSar, gegn greiSslu viS móttöku. Áskrifendur annars staSar á
landinu greiSi minnst 6 hefti fyrirfram og fá ritiS þá heimsent sér aS kostnaSarlausu.
64
HEIMILISRITIÐ