Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 5
fJJlaðuríé
rinn
SEM GAT EKKI DRUKKIÐ SIG FULLAN
JÁ HÚN er falleg. Það er ekki
um að villast. Hvað sögðuð þér
að hún héti?
— Þetta er sjálf Lady Sylvia Clav-
ering, svaraði ég.
— Já, það er alveg rétt. Sylvia.
Nú man ég það.
Hann dreypti á brennivínsglasi
sínu, hallaði sér aftur á bak í stóln-
um og virti fyrir sér eina fegurstu
konuna í London er hún gekk á milli
veitingaborðanna að andyri veit-
ingasalarins. Yfirþjónninn hneigði
sig djúpt er hún gekk fram hjá hon-
um. Bæði yfirbragð hennar og fas,
sómdu vel mest ljósmynduðu konu
ensku yfirstéttanna.
Og það var ekki fyrr en dyrnar
Eftir SAPPER
höfðu lokast á eftir henni, að félagi
minn tók aftur til máls.
— Ég býst við því, að hún hafi
verið að heilsa yður, en ekki mér,
þegar hún gekk fram hjá borðinu
okkar.
— Ætli ekki það, sagði ég fremur
þurlega, nema þér njótið þess heið-
urs, eins og ég, að þekkja hana.
Hann brosti, án þess að augun
sýndu nokkra glettni. — Þekki ég
hana? Hann gaf þjóninum bendingu
um að hella í glasið sitt. — Nei, ég
get varla sagt að ég þekki hana. En
satt að segja hefi ég borið haná
þrjár mílur í svarta myrkri og lét
hana á bak mér eins og kartöflu-
poka. En þrátt fyrir það þekki ég
hana ekki.
— Hvað segist þér hafa gert?
hrópaði ég og starði á hann dolfall-
inn af undrun.
HEIMILISRITIÐ
2