Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 52

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 52
hyrfi mér síðan að fullu. Hann myndi líklega fara dálítið hryggur og gramur, en hann var þannig skapi farinn, að hann myndi ekki ganga á eftir mér, eftir að hafa fengið þessa útreið. Það voru seytján mínútur þangað til. Þegar þær . voru liðnar var allt um garð gengið og líf mitt einskis virði. ) C'G STARÐI á klukkuna og taldi hverja sekúndu, þegar Nora kom inn. Nora var miðaldra kven- maður, sem var hjúkrunarkona hjá Bill lækni. Hún var næstum því kát- leg í klæðaburði og mörgum árum á eftir tízkunni. Hún vissi það sjálf, en kærði sig kollótta. — Eg er í hjúkrunarbúningnum og það væri óþröf eyðsla að eyða miklum peningum í önnur föt, sagði hún skellihlæjandi. Hún var alltaf í góðu skapi. — Jæja, hvaða matseðil hefur doktorinn ætlað mér núna? spurði hún í sínum venjulega glaðværa tón. Eg brosti til hennar og leit af klukkunni andartak. Svo flutti ég henni skilaboð læknisins. Hún fékk strax áhuga á vitjuninni til bágstadda fólksins. Eg leit á hana. Hún var einstæðingur, stóð andspænis ellinni og vann sér lítið inn, þegar alls var gætt. í stað þess að grípa tækifærin, sem henni gafst, til þess að afla sér peninga og lifa rólegu lífi, dvaldi hún við ýmislegt, sem ekkert virtist gefa í aðra hönd. Einmana og hamingjusöm. f örvænt- 50 ingu minni magnaði ég þessa hugsun með sjálfri mér. — Nova, þú ert hamingjusöm í raun og veru? Er það ekki? spurði ég. — Auðvitað er ég það, sagði hún ákveðin. Hversvegna ekki? Alltaf nóg af störfum sem kalla, og ég hef þrótt til þess að sinna þeim. Eg leit á klukkuna. Tólf mínútur voru eftir. Þótt Joel væri efst í huga mín- um, gat ég ekki annað en brotið heil- ann um það, á þessari örlagastimdu, hver væri raunverulega ástæðan fyrir hamingju þessarar einmana i konu. Ef til vill átti ég eftir að standa í hennar sporum síðar meir. AÐ er kannski af því, að þú fórn- ar þér fyrir aðra, Nóra? Hún brosti einkennilega. Það sást blik af óljúfri endurminningu í svip hennar. — Það er ósköp auðvelt vina mín, ef þú tekur eins mikið tillit til ná- ungans, eins og sjálfrar þín. Það er —. Hún ypti öxlum, brosti sínu góð- látlega brosi og hélt áfram: — Stundum held ég, að það sé of mikið af ímynduðum forgangsrétt- um í heiminum. Hver og. einn álítur sig eiga að ganga fyrir/hinum. Lífs- regla þeirra er þessi: Geymdu allt sem þér er gefið, taktu það sem er tækt og mændu á meira. — En hvað er ég annars að hugsa! Ekki linar þetta sultinn í krökkunum. HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.