Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 13
Pedro Salvas og hengja hann í hæsta trénu sem þá finnur hérna í ná- munda. Án fleiri orða tók hann sprettinn og hvarf út í náttmyrkrið. Claver- ing kallaði tvívegis á eftir honum en fekk ekkert svar. Svo ætlaði hann sjálfur að fara á eftir honum, en ég stöðvaði hann. — Gerið eins og hann sagði. Þér ratið ekki yfir mýrina, sagði ég og ég tók eftir því, að hann kjökraði eins og barn. Eg skal fara á eftir honum. Þér skuluð stjórna yðar mönnum. Svo hljóp ég af stað. í langan tíma sá ég ekki móta fyrir Jimmy, en loks grillti ég í hvítan manns- líkama fyrir framan mig. Mér fannst eins og ég ætlaði ekki að ná andan- um, svo hratt hlupum við. Og ég ætla ekki að þreyta þig á því að segja þér frá því, sem flaug í gegn- um huga minn þegar ég hljóp eins og fætur toguðu þama yfir mýr- ina. En að lokum vorum við komnir upp á hæðirnar og ég sá Jimmy standa við stofugluggann á húsi Pedro Salvas. Glugginn var opinn og andartak stóð Jimmy kyrr. Eg kom nógu snemma til þess að sjá Sylvíu,- þar sem hún stóð bundin upp við vegg inni í stofunni. Skammt frá henni var borð með logandi lampa á, og umhverfis það sátu fjórir fullir Dagoar. Svo fór Jimmy að skjóta. Mig minnir að ég hafi ekki tekið það fram, að hann var slík skytta, að hann gat í níu skipti af tíu skotið í gegnum hjartaásinn í tuttugu metra fjarlægð. Og nú skaut hann þrem- ur skotum hverju á fætur öðru á svo skömmum tíma, að einungis þaulæfður skotmaður hefði getað það, ef hann hefði jafnframt átt að miða. Eg sá þrjá vini Pedro Salvas hníga í kuðung í stólunum. Svo varð lítilsháttar hlé. Eg held að Jimmy hafi langað til þess að leggja hendur á Salvas sjálfan. En um slíkt var ekki að ræða. Þorparinn áttaði sig ekki í fyrstu á þessum snöggu umskiptum. En áður en varði hafði hann sveiflað annarri hendinni svo fljótt að vart varð auga á fest. Eh um leið heyrði ég skothvell frá skammbyssu Jimmys, einum hundraðasta úr sekúndu of seint. Að vísu sá ég Pedro Salvas detta dauðan niður á gólfið — en í þetta sinn hafði hnífur hans ekki hitt vegginn. Eg leysti stúlkuna og síðan flýttum við okkur til Jimmys. Hann var að hníga niður. Hún studdi hann ástúð- lega, en ég sá strax, að við gátum ekkert hjálpað — hnífsskeftið stóð út úr brjósti hans. Maðurinn, sem gat ekki drukkið sig fullan hafði lok- ið ferli sínum. Eg gekk spölkorn frá þeim til þess að leyfa þeim að tala saman í einrúmi, jafnframt því sem ég hélt vörð, með \ skammbyssu í hvorri hendi. Það var öruggara að vera á verði í þessu húsi. Eg hugsa að hann hafi lifað í fimm mínútur, og ég vil helzt ekki segja frá því, sem þeim fór á milli þennan HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.