Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 21
ríkja á Lava-He á meðan þú lifir.
En þú skalt engum giftast fyrr en
þú hittir mann, sem hefur sama lit-
arhátt og þú, og mannslíkanið sem
þú berð á brjósti þér.“
Allt líf sitt hafði hana dreymt um
þennan ókunna hvíta mann, sem
átti að koma til hennar yfir hafið.
Hún hafði ennþá aldrei fyrr litið
hvítan mann augum. Og nú var
hann kominn, ennþá yndislegri og
dásamlegri, en hún hafði nokkurn-
tíma vogað sér að vona. Og nú var
fylling draumanna að nálgast, lík-
amning spádómsins fyrir höndum,
spádómur töframannsins, sem löngu
var látinn. Menn hennar höfðu þeg-
ar heilsað hvíta manninum sem
konungi sínum, beygt sig í duftið
fyrir honum þegar hann gekk við
hlið hennar, karlmannlegur og yfir-
litsbjartur.
Og þó va'r hann svo eirðarlaus og
óhamingjusamur, að því er virtist.
„Hversvegna ertu svona ólimdar-
legur, herra?“
Hann leit á hana alvarlegur.
„Við höfum verið alltof lengi í
Lava-He, drottning“, sagði hann ró-
lega.. „Eg bíð aðeins eftir skipi, sem
gæti flutt mig heim.“
Hún greip andann á lofti og
sperrti upp augun.
„Þig langar í burtu frá Lava-He?“
stamaði hún.
„Já — auðvitað Vao“, sagði hann
dálítið undrandi. „Heimili mitt er
þarna í fjarska — heimili mitt og
verkefni mín. Eg á mikið starf ó-
unnið þama handan við hafið.“
Hún þagði litla stund. Hún leit á
hann með augnaráði, sem lýsti undr-
un og næstum því ótta. Hún gat
ekki skilið það, að hann sem guð-
irnir höfðu sent, gæti talað um að
yfirgefa Lava-He. Rauðar varir
hennar skulfu.
„En það eru verkefni fyrir þig
hérna einnig", sagði hún viðkvæmt.
Hann sneri snögglega höfðinu að
henni og sagði:
„Hérna?“
„Já, sannarlega — herra minn.“
Hún settist upp og horfði á hann
með hinu einkennilega seiðmagnaða
augnaráði, sem að hálfu leyti heill-
aði hann, en að hinu leytinu vakti
andúð hans á henni. „Skilur þú það
ef til vill ekki, að þegnar mínir
tigna þig, drottnari minn! Hefur þú
ekki tekið eftir því, hvernig þeir
lúta þér í auðmýkt og kyssa duftið
í spori þínu. Veizt þú, að þú ert
sá, sem spádómur guðanna hefur
sagt fyrir, að þú ert sá, sem við höf-
um beðið eftir öll þessi ár?“
Hann starði á hana í skelfingu
blandinni undrun.
„Eg skil ekki“, sagði hann.
„Hlustaðu þá á — og ég skal
segja þér frá spádómi guðanna.“*
Hann hlustaði, og meðan hún tal-
aði komst hann að því, í hvílíkri
hættu hann var. Hann skildi að sú
hætta, er hann stóð andspænis, var
einhver sú alvarlegasta, sem
hann hafði komist í. Hér átti hann
við að eiga óútreiknanleg öfl, magn-
aða hjátrú þessara frumstæðu eyj-
arskeggja. Hann hlustaði og virti
HEIMILISRITIÐ
19