Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 10
— Þú lendir í erfiðleikum, sagði ég, þegar hann kom aftur að borðinu til mín, ef þú leikur svona leik við Dagoana. — Því meiri erfiðleikar, því betra, sagði hann stuttur í spuna. Skil- urðu það ekki ennþá, Merton, að ég er hættur að gæta varúðar. Eg hef síðan hugleitt þessi orð og orðið sannfærður um að hann talaði eins og honum bjó í brjósti. Hann drakk tvær og þrjár flöskur af gin daglega. Hvað var betra að seindrep- ast þannig, en að falla fyrir Dagoa? Og hvernig sem á því stóð, þá var honum sama hvort hann var lífs eða liðinn. Tveimur vikum síðar komst ég af tilviljun að stærsta leyndarmáli hans. Eg hafði fengið mánaðar gam- alt eintak af Tatler lánað og var að fletta í því, þegar Jimmy kom inn. Eg sneri mér þegar við, til þess að ná í ginflösku ofan úr hillu, eins og venjulega, en þegar ég ætlaði að rétta honum hana, sá ég hann stara með dauðsmannssvip á eina af myndunum í blaðinu. Eg man glöggt hve óhugnanlegur hann var á að líta, hvernig hnúabeinin gljáðu skjanna- hvít í gegnum sólbakað hörundið. Hann stóð þarna í 4 eða 5 mínútur, hreyfingarlaus. Svo gekk hann orða- laust út. Og ég tók upp blaðið. Merton þagnaði og fékk sé wisky- sopa. — Brúðkaup Lady Sylvia? spurði ég, að þarflausu reyndar. Hann kinkaði kolli. — Eg sá Jimmy ekki í tvo daga. Loks kom hann síðara hluta kvölds og hallaði sér fram á borðið eins og hann gerði oft. — Hvar hefurðu alið manninn? spurði ég glaðlega. — Eg hef verið að reyna að drekka mig fullan, sagði hann sein- mæltur um leið og hann lagði aðra hendina á handlegg mér og tók um hann eins og stáltöng. — Og, við allt sem heilagt er, ég get það ekki. Þetta virðist ekki vera veigamikið, þegar sagt er frá því í reyksal í Lon- don. En þó að ég hafi séð og heyrt sitt af hverju sem hefur markað djúp spor í meðvitund mína — ó- geðslegt og hryllilegt, sem mér verð- ur ávallt minnisstætt, — þá verður það samt áhrifaríkasta augnablik ævi minnar, þegar ég á þessari stund stóð við barborðið og leit í örvænt- ingarfull augu þessa manns — mannsins sem gat ekki drukkið sig fullan. A FTUR þagnaði Merton. Ég sagði ekkert, því að mig grunaði að hann væri horfinn aftur í tímann, lengst suður í hitabeltislönd Afríku, þeg- ar hann stóð við vínborðið í ógeðs- legri krá, sem angaði af víndaun. Og mér fannst ég líka geta séð fyrir mér háan og hreinræktaðan Eng- lending standa álútan við vínborðið — manninn, sem ekkert hræddist , lengur. — Jæja, sagði Merton loks. Eg verð að fara að slá botninn í þetta, því lö það verður farið að loka klúbbnum. 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.