Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 10

Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 10
tók skjölin út, hverja handfyllina eftir aðra, lagði þau á skrifborðið og fletti þeim vandlega. í flestuni skjölunum botnaði hún ekkert, en hún vissi þó hvernig ávísun lítur út. Eftir hálftíma starf varð henni ljóst, sér til mikils hug- arangurs, að í skjölunum var ekki ein einasta ávísun. Hún lagði von- leysislega allan skjalastaflann inn í skápinn aftur og byrjaði síðan að rannsaka skrifborðið. Ekki fann hún nokkra ávísun þar, þótt hún leitaði í öllum skúff- um og alls staðar, þar sem líkur gátu bent til, að hann myndi gej'ma svo dýrmætt plagg. Það var árangurslaust með öllu. Hún varð loks að játa fyrir sjálfri sér, að öll fyrirhöfnin var til einskis, i’áðagerð hennar virtist hafa burgð- izt. Hrygg í liuga leit hún enn einu sinni í kringum sig í íbúðinni, gekk svo fram í ganginn og opnaði dyrn- ar. Hún leit undrandi upp. Úti fyrir dyrunum stóð ung stúlka, sem ber- sýnilega var í þann veginn að hringja dyrabjöllunni. Emma sá við fyrstu sýn, að stúlkan var rauð- hærð og skrautlega búin, enda þótt ekki væri hægt að segja að skrautið væri smekklegt. Þegar stúlkan sá Emmu steig hún eitt skref aftur á bak og svip- ur hennar bar bæði vott um undr- un og tortryggni. 8 „Aha“, sagði hún, „má ég spyrja — hver eruð þérp“ Emma gat sér þess til, að þessi stásslega kvenpersóna myndi vera náin kunningjakona Purvis, og hún gaf því þá skýringu, sem hún hafði hugsað sér áður, ef svo vildi til að hún hitti einhvern þarna. Purvis hafði fengið henni lyklana og beðið hana að sækja skjöl fyrir sig. „Skjöl . . . nú já!“ sagði sú skrautklædda vantrúuð. „Eruð þér vissar um að það hafi verið skjöl, sem þér áttuð að sækja? Það skyldi ekki vilja svo til, að Rík- arður væri sjálfur þarna inni?“ Emma brosti og steig til hliðar, eins og hún vildi hvetja hana til að ganga inn og sjá með eigin aug- um hvort svo væri. Stúlkan hikaði ekki, en gekk um stofurnar eins og hún væri heima hjá sér og kom svo aftur til Emmu. „Unnusti minn sagðist þurfa að fara til Birmingham, en hann var svo leyndardómsfullur á svip, að mig grunaði að hann segði ekki satt“, sagði stúlkan hreinskilnis- lega. „Hver eruð þér, má ég spyrja?“ „Ég heiti Lambton-Harrison“, svaraði Emma virðulega. „Ég er kunnug Purvis ... “ „Unnusta mínum, meinið þér?“ „Ég vissi ekki ... “ svaraði Emma hikandi, og skyndilega var eins og leiftri brigði fyrir; henni HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.