Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 31
nrisstu sjálfir aðeins 87 flugvélar.
Að loknum þessum inngangsorð-
um, er hægt að hefja frásögnina af
brottflutningnum. Herinn okkar
og Fyrsti franski herinn voru að
hörfa inn í Dunkirkhringinn. Flot-
inn okkar var að hefja björgunar-
starfið.
Dunkirk.
DUNKIRK er ævaforn hafnar-
borg. Höfnin er djúp, með allmörg-
um skipakvíum, nokkrum skipa-
smíðastöðvum og dráttarbrautum,
og þar eru mynni þriggja stórra
skipaskurða. Borgin er umgirt
gömlum virkjum, sem öll eru vel
varin skurðum og gryfjum. Að ut-
anverðu er strandlengjan, sem ligg-
ur f aust-landnorður til belgisku
landamæranna og Nieuport. Hin
fyrrnefndu eru í átta mílna fjar-
lægð, en hin síðari sextán.
Strandlengjan er svipuð á öllu
þessu svæði. í flæðarmálinu er
breiður, hallandi sandur. Þangað
sótti fjöldi af baðgestum á friðar-
tímum. Ofan við fjöruna eru sjó-
varnargarðar, hlaðnir úr tígul-
steini, en hið efra sandöldótt land-
ið vaxið marhálmi og stöku ösp.
Nokkrar vindmyllur eru þar og
margir framræsluskurðir. Sandfok
og blástur breyta landslagi oft til
muna í illviðrum. Upp af sandhól-
unum er mílu breið spilda, sprott-
in hrísi og lágum runnum.
A síðustu fimmtíu árum hefur
þarna verið endurbætt mjög, til
að þóknast sumargestum. Það eru
gistihús, skemmtistaðir og góður
akvegur meðfram sjónum. Austan
við múra Dunkirkborgar, niðri við
sjóinn, stendur útborgin Malo-Ies-
Bains. Þar er mikið hressingarhæli
og spilabanki. Lengra austur með
ströndinni er minni háttar
skemmtistaður, Dray Dunes. Þar
var líka stór spilabanki. Nokkru
aust-landnorðar er þorpið La
Panne. Þangað sóttu listmálarar
mjög um skeið. Þorpið hlaut frægð
í fyrri heimsstyrjöldinni, vegna
þess að Albert Belgíukonungur
hafði þar höfuðstöðvar sínar.
Þó að ströndin sé heillandi að
sumrinu, getur hún verið ákaflega
hættuleg bæði sæfarendum og
landmönnum.- Þeir, sem ganga
meðfram ströndinni í hvössu vetr-
arveðri, hljóta að undrast ofsann
í briminu og stærð brotsjóanna.
Fjörunni hallar smátt og smátt
í sjó fram með allri ströndinni. Ná-
lægt þrem mílufjórðungum út frá
fjöruborði er Dunkirkvíkursundið.
Þar er alltaf fjörutíu til fimmtíu
feta dýpi, en breiddin er um hálfa
mílu. Utar eru sker og sandrif.
Sum eru upp úr, þegar lágsjávað
er. Þau eru öll einskonar sjóminja-
söfn, auðug af leifum skipa.
„Oh, combien de marins, com-
bien de capitaines“. Þessir grandar
mynda gott var handa skipum,
sem liggja við akkeri á víkinni.
HEIMILISRITIÐ
29