Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 60
sagt mér, hvernig þau hurfu frá yður. En hvað illgresishnífinn snertir, þá virðist hann hafa verið falinn, til notkunar síðar meir. Þjónustufólkið kveðst ekki minn- ast þess að hafa séð hann eftir að hann kom fyrst í húsið. En frændi yðar, Galway Trench, er hann ekki frændi yðar? —“. „Jú“. „Já, hann segir að Beatrice Godden hafi séð hnífinn í teborð- skúffL í bókastofunni, daginn sem maðurinn yðar var myrtur. Þér takið eftir því sem ég segi?“ „Já, já“. Hún hafði ekki skýrt Gally frá bréfinu, svo að liann hefði að minnsta kosti ekki get- að sagt lögreglunni frá því. „Ég ætla ekki að þreyta yður á spurningum núna. En við skul- um athuga málið í sameiningu. Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera okkur Ijóst, er, hvaða á- stæða er fyrir morðunum“. „Ástæða?“ „Já, sjáið þér til“, — hann var mjög syfjulegur og leiður á svip- inn — , það eru þrjár ástæður hugs- anlegar. Illdeila, sem einhver hef- ur átt í við manninn yðar, og sem af einhverjum orsökum var ekki kvittuð fyrr en bæði hann og Beatrice voru dauð. Einnig ber að taka tillit til þess, að frændi yð- ar kveður hana hafa flíkað því, að hún hefði í höndum sönnunar- gögn er gætu komið upp um morð- ingjann. Sagði hún yður, hver þau sönnunargögn væru?“ Ilann skaut þessari spurningu að henni óvænt og snöggt. Marcia spennti greipar og svar- aði: „Nei“. „Og þér hafið enga hugmund um, hver þau voru?“ „Nei“. „Getur það staðið í nokkru sam- bandi við — til dæmis — Robert Copley?“ „Ég veit það ekki“. Hann þagði stundarkorn og ein- blíndi á hana. Hún horfði róleg í augu hans. „Jæja“, sagði hann svo. „En hvað um það, við höfum ekki getað komist að því, að hann hafi átt í illdeilum við neinn utanað- komandi“ Hann leit dýpra í augu hennar, þegar hann sagði „utan- aðkomandi“, eins og hann vildi minna hana á það, að þeir vissu að hún og Ivan hefðu deilt hatr- anlega ekki alls fyrir löngu. „Nú, nú; og ef við reiknum ekki með því, að einhver hafi þurft að ryðja honum úr vegi af viðskipta- orsökum — sem er næstum óhugs- andi — þá er ástæðan peningar, eða þá ást“, sagði Jakob Wait, eins og hann væri að tala um kart- öflupoka. Þetta var óvænt staðhæfing, og Marcia fekk sáran hjartslátt. En hún mátti ekki láta hann sjá, að henni brygði. 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.