Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 30
Dunkirk var þýðingarmikil borg fyrir Frakka. Leifarnar af Sjöunda franska hernum héldu henni til hins síðasta. Það var ákveðið að Fyrsti franski herinn skyldi halda inn á vestra helming varnarsvæð- isins til hinnar miklu útborgar Dunkirk, sem kölluð er Malo-les- Bains. A meðan þetta lið var að koma sér fyrir í varnarstöðvum sínum, voru þeir hlutar Meginlandshers- ins, sem minni þörf var fyrir, flutt- ir til Englands. En samtímis þessu létu óvinirnir einskis ófreistað til að brjóta nið- ur varnir okkar til hliðanna, að sprengja framvarnirnar, og að eyðileggja varnarmátt okkar með loftárásum. Þá daga, sem brottflutningurinn stóð, var vörn beggja fylkingar- arma og framliðsins með þeim á- gætum, að hún er eitt hið allra mesta hérnaðarafrek, og án hennar hefði verið ókleift að skipa út her- liðinu. Ekki er viðleitni flughersins, til að halda sprengjuárásum óvin- anna í skefjum, síður stórfengleg. Mjög snemma í þessari viður- eign höfðu óvinirnir gert flugher okkar ómögulegt að nota nokkurn flugvöll norðar en sem svaraði breidd Abbeville. Þetta gerði sprengjusveitum okkar lítið til, en það var mjög alvarlegt fyrir hin- ar skammfleygu orustuflugvélar. Þær urðu því að hafa, aðsetur í Englandi, og gátu ekki staðið nema stutt við yfir Frakklandi í hverri ferð. Sumir höfundar hafa skrifað, að þeir hafi sjaldan orðið varir við orustuflugvélar okkar á meðan þeir voru við Dunkirk, enda þótt þeir sæu daglega fjölda af óvina- flugvélum. Það er rétt að flugmenn okkar voru alltaf liðfærri en ó- yinirnir, en hinar hetjulegu og happasælu tilraunir þeirra til að hindra sprengjuárásir óvinanna, er ein af dásemdum þessa tíma. Lesandinn áttar sig á því • við smávægilega umhugsun, að til- raunir til að hindra sprengjuárásir verður að gera no'kkrum mí'lum frá því skotmarki, sem að er stefnt, það er að segja, löngu áður en flug- vélin er komin í aðstöðu til að varpa sprengjum sínum með nokkrum árangri. Aðalsprengj uvarnir Dunkirk- strandanna voru loftvarnabyssur í fjörunni eða þar í grennd. Sprengju- og orustuflugsveitir okk- ar ásamt könnunarflugvélunum reyndu alltaf að ráðast á og dreifa óvinaflugvélum löngu áður en þær náðu til strandar. Auðvitað varð árangur þeirra mestur, þegar þær voru fjarri augsýn þeirra manna, sem biðu í fjörunni. Þessa níu daga, skutu flugmenn okkar niður eða eyðilögðu á ann- an hátt 377 óvinaflugvélar, en 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.