Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 29
höfðu margar lokur í skipaskurð-
um verið opnaðar, til þess að koma
af stað flóðum sunnan og vestan
við borgina. Eftir einn eða tvo
daga gerðu þessi flóð jörðina hæfi-
lega gljúpa til að trufla umferð
skriðdreka. Og til allrar óhamingju
fór sjórinn að síast ofan í alla
brunna svo vatnið varð salt. Þetta
jók skjótlega á erfiðleika hermanna
okkar, sem urðu drykkjarvatns-
lausir, síðustu hitadagana, sem
bardaginn stóð.
Að kvöldi þessa dags tilkynnti
þýzka herstjórnin fréttariturum
erlendra blaða, sem voru með
þýzka hernum, „að hringnum utan
um brezku, frönsku og belgísku
herina væri algjörlega lokað“.
Sunnudaginn 26. maí kveiktu
sprengjur óvinanna í olíugeymum
í Dunkirk, og þeir héldu áfram að
brenna það sem eftir var barátt-
unnar. KI. 6.57 þetta kvöld hófust
framkvæmdir á hinum áformaða
brottflutningi liðsins frá Dunkirk.
Nokkuð af setuliðinu var flutt til
Englands, og strandliðið undirbjó
flutning fleiri hermanna innan
skamms. Þessar aðgerðir hlutu
nafnið: „Rafallinn“.
Calais féll næstum því í sama
mund.
Þann 27. gáfust hinir belgisku
bandamenn okkar upp, eftir stór-
kostlegt manntjón, í baráttunni
við miklu betur útbúinn her. Þessi
uppgjöf skildi vinstra fylkingar-
arm okkar eftir óvarinn gegn ó-
vinaárásum. Alxrif hennar á
frönsku þjóðina voru mjög alvar-
leg.
Herinn okkar var nú að hörfa
inn í sjálfa Dunkirk-borg, þar sem
náttúran og mannshöndin í sam-
einingu höfðu skapað sterkt varn-
arkerfi á milli sjávarins og hinna
mörgu skipaskurða.
Þessi varnarstöð takmarkast að
norðaustan af skurðum og virkj-
um á milli Nieuport og Furnes. Að
suðaustan er hún varin virkjum
og skurðum frá Bergues til Dun-
kirk.
Stór skipaskurður, sem tengir
saman Bergues og Furnes, mynd-
aði varnarlínuna landmegin. Allt
svæðið, sem þannig er umlukt af
sjó og skurðum, er auk þess mjög
sundurgrafið af smáskurðum og
kvíslum.
J>etta varnarsvæði .hafði einn
meginkost. Hin víggirtu frönsku
landamæri skiptu því í tvennt,
þannig að við gátum látið eystri
helminginn falla í hendur óvin-
anna, en samt haldið sterku virki
á vestri helmingnum. Þetta hafði
mikla þýðingu undir lokin.
Ytri takmörk þess varnarsvæðis
voru nú treyst með öllum þeim
fallbyssum, sem til náðist. Ráð-
stafanir voru gerðar til þess að 1.
herfylki B.M.H. héldi inn í vestur-
hlutann, en 2. herfylkið inn í aust-
urhlutann.
HEIMILISRITIÐ
27