Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 28
Þetta undanhald hersins lá í
gegn um einskonar göng, þar sem
suðurveggurinn lá undir sífelldum
skriðdrekaárásum óvinanna, en
norðurveggurinn í stöðugri hættu
fyrir herjunum, sem voru um það
bil að yfirbuga hina belgisku
bandamenn okkar.
í því öngþveiti, sem skapaðist
við hinn mikla sigur óvinanna á
Níunda franska hernum, tókst her-
mönnum okkar þegar í stað, af
mikilli fyrirhyggju og hugkvæmni,
að skipuleggja varnir fyrir hina
nauðstöddu fylkingaranna, til þess
að unnt væri að framkvæma und-
anhaldið án stórkostlegs tjóns og
slysa. Heimurinn hefur ekki ennþá
áttað sig á þessum snilldar úrræð-
um eða metið þau að verðleikum.
Óvinirnir réðust á Belgíu og Hol-
land 10. maí. Hinn 15. maí höfðli
þeir rofið varnir Frakka, og sóttu
fram til sjávar. Herinn okkar lét
undan síga til Escaut-línunnar.
Sunnudaginn, 19. maí, var fund-
ur í London, til þess að „athuga
viðhald og birgingu brezka Megin-
landshersins um Dunkirk, Calais
og Boulogne, og í öðru lagi hugs-
anlegan brottflutning liðsins, sem
taKnn var ósennilegur, frá þessum
þrem hafnarborgum".
Þriðjudaginn, 21. maí, var hald-
inn annar fundur „til þess að at-
huga skyndibrottflutning mikils
herliðs, nauðsyn flugvélaverndar,
og þörfina á miklum fjölda smá-
skipa, til þess að flytja liðið um
borð í flutningaskipin úti fyrir“.
Hinn 23. maí höfðu óvinirnir
tekið Abbeville, rofið varnirnar
hjá Somme, umkringt Boulogne og
Calais, en Dunkirk varð fyrir svo
miklum og stöðugum loftárásum,
að erfitt var að nota höfnina. All-
ar þær hafnir, sem áttu að birgja
herinn okkar, voru því ónothæfar.
Hann skorti bæði vopn og vistir,
en átti hvorugt víst framar, eins og
nú var komið. Menn okkar létu
undan síga til strandar. Óvinirnir
þrýstu á til allra hliða. Ilinn sterki
flugher þeirra gerði harðar loftárás-
ir. Skriðdrekar sóttu að úr öllum
áttum. Flóttafólk og umferðaflækj-
ur voru liðinu til stöðugs trafala.
Boulogne féll að morgni hins 24.
maí. Óvinirnir áttu allskostar við
Calais, og reyndu nú að rjúfa sam-
band hins hörfandi liers okkar við
Dunkirk með því að senda skrið-
drekasveitir til Aire-skurðsins, sem
var aðalskjól hægra fylkingar-
armsins.
Vörn þessa fylkingararms gegn
stöðugum árásum óvinar, sem var
margfalt liðfleiri, bæði að skrið-
drekum og sprengjuflugvélum, afl-
aði þeim herflokkum mikillar
frægðar, er tóku þátt í henni.
Hinn 25. maí rufu óvinirnir
vatúsveituna til Dunkirk eða eyði-
lögðu hana í sprengjuárásum. Það
voru að vísu allmargir brunnar í
héraðinu. En um þessar mundir
26
HEIMILISRITID