Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 44

Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 44
sakaði heilafellingarnar og skorirn- ar, fjölda þeirra, dýpt og lögun. Hann rannsakaði einnig þyngd- ina. Hún var næstum nákvæmlega sú sama. Oft hefur það komið í ljós, að heili úr fávita er þyngri en heili gáfumanns. Stundum hefur líka komið í Ijós, að heilar andlegra mikilmenna hafa verið mjög létt- ir. Heilafellingarnar eru hvorki stærri né fleiri í gáfumanni en heimskingja. Nokkru seinna fóru líffærafræð- ingar og skurðlæknar að rann- isaka sérstaka hlu'ta heilans, til þess að reyna að ráða le.yndar- dóma vitsmunanna. Menn álitu að framheilinn væri sá hluti. þar sem æðri gáfur hefðu aðsetur. Um tíma var það talinn óvggjandi sannleikur. En vandlegar rann- sóknir á ennisfellingum heilans í hinum merka sálfræðing . og há- skólarektor, Staniey Hall. og hin- um heimsfræga lækni, Sir William Osler, og samanburður við ennis- fellingar í heilum manna með litl- ar gáfur, sýndu engan teljandi mis- mun. Auk þess sannaði reynsla . skurðlæknanna, að jafnvel þótt mikill hluti fremstu ennisfeiling- anna eyðilegðist af sjúkdómi. varð sjúklingurinn ekki fyrir stórvægi- legum andlegum truflunum. Lengi efuðust heilasérfræðing- arnir um, að þeim myndi nokkru s'inni auðnast að finna vitsmunum manna nokkurn grundvöll á sviði líffærafræðinnar. Loks rankaði einn vísindamaðurinn við sér og gerði sér ljósa afar mikilvæga stað- reynd. Hann gerði sér sem sé Ijóst, að það voru dauðra manna heilar, sem hann rannsakaði, vélar, sem ekki störfuðu. Maður getur ekki dæmt um starfsorku einnar vél- ar sem stendur kyrr. Stór og sterk- lega byggð vél þarf ekki endilega að vera kraftmikil. En það kemur í ljós þegar vélin fer í gang. Iíver er orkugjafi heilans, elds- neytið, sem hugsanastarfið brenn- ir? Það er blóðstreymið til heil- ans. Það segir meira um heilaork- una en vandvirkustu rannsóknir á hinum dauðu, gráu og hvítu heila- vefjum. Dr. Henry Donaldson hef- ur sagt: „Góður heili nýtur sín ekki vel í manni, sem er hætt við svima“. í öngviti og dauða yfir- gefur bæði blóðið og orkan heil- ann. Alvarlegasta yfirsjón þeirra, sem rannsökuðu heilann áður fyrr, var að kasta burtu heilahimnunni. í henni eru æðarnar, sem veita nær- ingu til heilans, og rannsókn á þessum æðum, stærð þeirra og kvíslun. segir okkur meira um heilaorkuna en stærð, þungi og gerð heilans sjálfs. Fyrsta raunverulega uppgötvun- in í sambandi við leyndarmál heila. afburðarmannsins, var gerð árið 1926 af dr. Hindzie, sem einkum 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.