Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 40
hlýtur að taka tillit til þess. En
eflaust þorir þú ekki að setja ykk-
ar — ykkar ofurást í slíka eld-
raun“.
„Jú, því ekki það“, sagði hann
eftir litla umhugsun“.
„Viltu gera það nú þegar, í við-
urvist minni?“
T,Eins og þér þóknast!“
„Agætt! Bíddú þá hérna, þang-
að til að ég kem með hana“.
Þegar Vera var farin kveikti
hann í sígarettu. Þá var drepið á
dyr; það var einn af þjónunum.
„Gjörið svo vel, herra forstjóri.
Dyravörðurinn bað mig um að
færa yður þetta“.
Og hann rétti honum símskeyti.
Gústaf Ernberg opnaði það, las
og stakk því í vasann.
Aldrei fyrr hafði hann reykt svo
ört.
Rúmar fimm mínútur liðu, og þá
kom Vera með Víbekku. Augnaráð
ungu stúlkunnar bar vott um
þrjózkublandinn kvíða.
„Ernberg forstjóri og ég höfum
talað lítið eitt saman. Hann þarf
að segja þér dálítið, á meðan ég er
viðstödd“.
Víbekka leit til hans með vand-
ræðabrosi, en hann hristi höfuðið.
„Það er bezt að ég sé heiðarleg-
ur“, sagði hann tónfausri rödd.
„Móðir þín hefur talað við mig og
samvizku mína. Ég er hræddur um,
að þú hafir tekið það allt of alvar-
lega. Ég meinti ekkert með þessu,
og aldrei hvarflaði að mér að gift-
ast þér. Ef satt skal segja var ég
aðeins í leit að smágamni — og —
þú ert of góð til slíks gamans“.
Víbekka einblíndi á liann. Varir
hennár opnuðust, en ekkert hljóð
heyrðist. — Augun urðu rök, var-
irnar herptust og fingur féllu í lófa.
Kveneðli hennar hafði hlotið fyrsta
áfallið. En æskuþrek hennar beitti
orku sinni til að bugast ekki.
„Þá er mér það ljóst", sagði hún
rámrödduð og gekk í burtu.
Vera vissi ekki sitt rjúkandi ráð
og starði á Gústaf.
„Gústaf, þetta var fallega gert
af þér“.
„Vitleysa!“ svaraði hann ónota-
lega. „Mannúð mín stjórnaði þessu
ekki. Það var hræðsla, ragmennska.
— Ég fékk símskeyti! Hrun erlends
banka hefur gert mig gjaldþrota.
Þessi saklausa og hættulitla til-
raun, sem þú ætlaðir að gera, hefur
breytzt í kaldan raunveruleika —
og ég þorði ekki. ... “
„Þú þorðir ekki hv^rju?“
„Að vísu efaðist ég ekki um
tryggð Víbekku, en — innst inni
leyndist grunur um, að án peninga
gæti slíkt ekki blessazt milli okk-
ar. „Spilarinn“ þorði ekki að tefla
í slíka tvísýnu“.
Vera fann ljúfan straum fara um
sig. Eldrei hafði hún séð mann taka
hrakförum jafn stórmannlega.
Hún gekk til hans og tók undir
arm hans.
38
HEIMILISRITIÐ