Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 55
FRAMHALDSSAGA
VOÐI á ferðum
effir HiQnon 0. fberherf
Nýir lesendur geta byrjað hér:
IVAN GODDEN hefur fundist myrtur í
íbuð sinni sama kvöldið sem hann kemur
heim af sjúkrahúsi, en þar hafði BLAKIE
læknir, vinur fjölskyldunnar, hrifið hann úr
greipum dauðans. Kona Ivans, MARCIA,
er grunuð um morðið. Hún hefur verið
mjög óhamingjusöm í hjónabandinu, því
Ivan og BEATRICE systir hans hafa
kúgað hana og kvalið andlega í þau þrjú
ár, sem hún hefur verið gift.
Marcia, Blakie og Beatrice liggja öll
undir grun. Einnig þjónustufólkið í húsinu,
ANCILL, EMMA og DELIA. Ennfremur
hefur Iögreglan augastað á GALLY, frænda
Marciu og nágrönnum hennar, þeim ROB
og móður hans, VERITY COPLEY. Rob
og Marcia elskast á laun. Sama daginn
hefur Rob skrifað henni ástarbréf, sem
komist hefur í hendur Beatrice. Það vitn-
ast, að Ivan hefur arfleitt Beatrice að öll-
um eignum sínum. Litlu síðar er Beatrice
einnig myrt, meðan Marcia er inni í her-
bergi, sem aflæst hefur verið að utan verðu.
Blakie segir henni að halda kvrru fyrir og
sendir eftir hjúkrunarkonu til að vera yfir
henni um nóttina. Þær eru að tala saman
þetta sama kvöld.
Hún varð vandræðaleg, en
Marcia sagði rólega: ,,Eg veit, að
þér hafið verið ein af þeim hjúkr-
unarkonum, sem önnuðust mann-
inn minn á meðan hann var í
sjúkrahúsinu. Er það ekki?“
„Jú, ég heiti Wurlitz. Ég hjúkr-
aði honum lengst og var hjúkrun-
arkona hans, þegar hann fór heim
af spítalanum“. Hún hikaði, en
hélt svo áfram ópersónulega og
kurteislega: „Blakie gerði sann-
kallað kraftaverk. Hann vann að
því nótt og dag að bjarga lífi hans
— vildi blátt áfram ekki láta hann
deyja. Þér ættuð að vita, hvernig
hann var útleikinn, þegar hann
var lagður inn. Og rnánuði síðar
var hann svo að segja orðinn ah
heill. Ég minnist þess, að þegar ég
færði hann í sokkinn utan yfir um-
búðirnar á fæti hans, þá var hann
heilbrigður, að fætinum undan-
skildum. Það munu fáir geta
gert sér í hugarlund, hversu hætt
hann var kominn. Ef Blakie hefði
ekki notið við —■. Ég hef aldrei
séð hann leggja sig eins fram“. Hún
varð hugsi á svip. „Hann hlýtur
að hafa mikið dálæti á yður“.
„Já, það' hefur hann“, sagði
Marcia innilega.
HEIMILISRITIÐ
53