Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 15

Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 15
alritara er að hjálpa félagsmönnun- um við skattaframtal“, sagði hann. „Um það bil sjö af hverjum tíu frönkum, sem koma til tekna, renna til ríkisins. Geri önnur fyrir- tæki betur!“ Einkum og sér í lagi fór Pegeot- háðulegum orðum um viðleitni madömu Richard til að koma upp stofnunum þar sem fyrrverandi skækjur gætu byrjað nýtt líf. „Það var reynt í Grenoble þeg- ar húsin voru bönnuð fyrir stríð- ið“, sagði hann. „Og hvað skeði? Af 34 stúlkum gáfu bara fjórar sig ■fram til að byrja nýtt líf — og þegar vika var liðin, var ekki nema ein eft'ir“. „Þeirri staðreynd verður ekki neitað, að stúlkur gerast atvinnu- skækjur af fúsum vilja“, hélt hann einnig áfram. „Þær komast sem sé að því, að þær geta unnið sér inn hærri upphæð á einni nóttu, en á heilum mánuði sem búðarstúlkur eða vinnukonur hér í París“: Hann virtist verða skelfdur þegar ég minntist á, að hvít þrælasala myndi eiga sér stað í Frakklandi. Aðalandstæðingur hans, madama Richard, var varkár, þegar ég hringdi til hennar. Hún skyldi veita mér áheyrn, sagði hún, en það varð að vera í hinhi erilsömu, öruggu biðstofu aðalskrifstofu vígslumanns Parísar. Hún var sköruleg, gráhærð kona, rúmlega fimmtug að aldri. „Ég neyðist til að vantreysta' öllum“, sagði hún afsakandi þeg- ar hún hafði litið á vegabréf mitt. „Ég hef fengið fjölmargar hótanir um árásir, brottnám og auk þess, að mér skuli sjálfri verða þröngv- að inn í hóruhús vegna þessa máls“. Þó er ekki svo að skilja, að ma- dama Richard sé kjarklitil mann- eskja. Hún er meðlimur heiðurs- fylkingarinnar og þekkt í Frakk- landi fyrir hetjudáðir í báðum heimsstyrjöldunum. Árið 1912, þegar hún var 18 ára, tók hún flugpróf og var fjórða konan í heiminum til að taka slíkt próf. Þegar stríðið hófst var hún hjúkrunarkona í Pantheon-hei'- spítalanum. „Þar sá ég fólk, sem var hræðilega afmyndað af „syfil- is“; sagði hún. „Síðan hefur þessi plága ekki liðið mér úr huga. Og þá ásetti ég mér að gera allt, sem ég gæti, til að útrýma þessu böli“. Þegar madama Richard var kosin í borgarstjórn Parísar, sá hún sér færi á að framkvæma þær kenningar, sem hún hafði barizt fyrir í tuttugu ár. „Þegar það er opinberlega við- urjcennt, að hóruhús séu leyfileg — með því að fá viðurkenningu yfirvaldanna — þá er eðlilegt að fólk líti svo á, að ekkert sé at- hugavert við slíka staði“, sagði hún. „í raun og veru mvnda eigend- HEIMILISRITIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.