Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 12
mætt plagg, sem hann vildi ekki
glata fyrir nokkurn mun“.
„Var það — leit það út eins og
ávísun?“ spurði Emma eftirvænt-
ingarfull.
„Já — það var álíka stórt —
svona“, og stúlkan leiknaði með
báðum höndum út í loftið. „Það
er vel líklegt, að það hafi einmitt
verið ávísun. Já, nú þegar þér
minnist á það, þori ég næstum að
sverja, að það var ávísun“.
Emma hugsaði sig ekki lengi um.
,.Ef þér viljið verða mér samferða
til Roekhampton stöðvarinnar,
skal ég sjá svo um, að þér hittið
unnustann. Þér þurfið bara að bíða
í hálftíma á stöðinni, svo kémur
hann“.
í Rockhampton hvatt.i Emma
samferðakonu sína til að bíða ró-
lega í biðsalnum, en sjálf hljóp hún
eins hratt og hún komst heim til
Prinsfólksins og flýtti sér beina
leið upp í herbergi Rikarðs Purvis.
Eftir fáeinar mínútur var húu
þotin af stað í áttina til árinnar.
Ríkarður Purvis heyrði hana
brölta um borð.
Hann kallaði til hennar og
spurði, hvort hún vildi hleypa sér
tafarlaust út, að öðrum kosti skyldi
hann gefa henni eftirminnilega
ráðningu.
„Sparið hótanirnar“, svaraði
Emma gegnum gatið. „Ef ég sleppi
yður út, viljið þér þá lofa mér því
að fara samstundis burt með lest-
inni og láta ekki nokkurn hér sjá
yður framar?“
„Þér hljótið að vera snarvitlaus
... “ sagði Purvis, en Emma greip
fram í fyrir honum:
„Ónei, en ég veit um stúlku, sem
veröur það. Hún situr sem stendur
heima hjá Agötu og bíður eftir yð-
ur. Ilún er rauðhærð og röddin er
ekkert blíðleg ... “
„Guð sé oss næstur“, hrópaði
Purvis. „Hleypið mér út — lofið
mér að komast burt. Ég fer — fer
samstundis. Þér gerið svo vel að
láta senda mér farangurinn“.
Enima hló meðan hún losaði
slárnar og opnaði dyrnar. Purvis
var náfölur. Hann horfði flóttalega
umhverfis sig, eins og hann byggist
við óvini í nágrenninu.
„Ef þér flýtið yður þarna upp
stíginn yfir engið“, sagði Emma
og benti, „komið þér nógu snemma
til stöðvarinnar, lestin fer eftir
tuttugu mínútur“.
„Þakka yður kærlega fyrir“,
stamaði Purvis og stökk r land.
„Hæ, hæ, á ég ekki að skila
kveðju til þeirrar rauðhærðu?“
„Segið henni að fara til fjand-
ans“, svaraði Purvis.
„Bíðið aðeins. Hafið lj'klana
með yður!“ Emma kastaði lykla-
kippunni á eftir honum.
Emma raulaði glaðlega lagstúf
í bátnum á heimleiðinni. Yið land-
gönguna tók áhyggjufullur hópur
á móti henni.
10
HEIMILISRITIÐ