Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 32
Fallstraumar eru oft mjög mikl- ir. í norðanstormi rýkur oft sjór upp á land og yfir hafnarmynnið, þegar hann blæs á móti fallinu. Þegar hann er á austan, verður oft haugasjór við hafnarmynnið. I brimi brotna sjóirnir nokkuð frá landi. Brimið sýnist fullslæmt, en þó er það miklu verra en það sýn- ist. Jafnvel á friðartímum er ekki auðvelt að taka höfnina í dimmu. Sundið er heldur þröngt fyrir svo þung föll. Á styrjaldartímum, þeg- ar vitar og sjómerki. eru ljóslaus, getur það orðið mjög vandasamt. í þessari styrjöld, um það leyti sem flutningur B.M.H. byrjaði, höfðu allmörg skip þegar farizt í grennd við hafnarmynnið. Guðrækið fólk reisti fyrr á tím- um háa turna á kirkjur sínar hér við ströndina, til leiðbeiningar sjó- mönnum. Þessir turnar standa enn. Þeir eru tilkomumiklir samanborið við lægð landsins, þar sem þeir rísa. En nútímamenn nota þá sennilega fremur sem könnunar- stöðvar stórskotaliðs en sem sund- vörður. Norðan við Dunkirkhöfn er skurður, sem liggur á milli borgar- múranna og sjávar. Mynni skurðs- ins er girt rúmlega 800 metra langri steinbrú,vsem er kölluð Promenade de la Digus. Frá ytri enda þessar- ar brúar gengur 1250 metra löng, sterk trébryggja vestur-útnorður í sjó fram. Hún er kölluð Austur- garður. Frá strönd þeirri er áður er lýst. þessari löngu bryggju, og frá vestri hafnargarðinum voru herir Bandamanna fluttir á burt seinustu vikuna, sem viðureignin stóð. Flestir hermannanna gengu út eftir Austurgarðinum, „fimm feta breiðan gangstíg“, sem hélzt op- inn til hins síðasta, þrátt fyrir allt sem óvinirnir reyndu. J. C. Clous- ton, sjóliðsforingi, sem var þar bryggjuvörður í viku, og gat sér frábæran orðstír, fórst því miður hinn 1. júní. Nokkur hundruð menn féllu eða særðust á þessari bryggju. En tvö hundruð og fimm- tíu þúsundum manna, að minnsta kosti, var bjargað þaðan. Réttri viku eftir að fyrsti fund- urinn var haldinn, til þess að ræða möguleika á brottflutningi liðsins frá Dunkirk, varð ljóst, að flutn- ingar yrðu að hefjast þegar í stað, og vera haldið áfram með mesta hugsanlega hraða. Ýmiskonar undirbúningur hafði verið gerður þessa viku. Fjöldi af sjóliðsforingjum og sjóliðum hafði verið skipaður til eftirlits og að- stoðar við útskipunina í fjörunni. Embættismenn herflutningaeftir- litsins og siglingaráðuneytisins höfðu nóg að starfa. Herflutninga- skip, spítala- og vistaskip, ásamt ýmsum skipum öðrum, höfðu feng- ið sínar fyrirskipanir. Hið geysi- 30 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.