Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 32
Fallstraumar eru oft mjög mikl-
ir. í norðanstormi rýkur oft sjór
upp á land og yfir hafnarmynnið,
þegar hann blæs á móti fallinu.
Þegar hann er á austan, verður
oft haugasjór við hafnarmynnið.
I brimi brotna sjóirnir nokkuð frá
landi. Brimið sýnist fullslæmt, en
þó er það miklu verra en það sýn-
ist.
Jafnvel á friðartímum er ekki
auðvelt að taka höfnina í dimmu.
Sundið er heldur þröngt fyrir svo
þung föll. Á styrjaldartímum, þeg-
ar vitar og sjómerki. eru ljóslaus,
getur það orðið mjög vandasamt.
í þessari styrjöld, um það leyti
sem flutningur B.M.H. byrjaði,
höfðu allmörg skip þegar farizt í
grennd við hafnarmynnið.
Guðrækið fólk reisti fyrr á tím-
um háa turna á kirkjur sínar hér
við ströndina, til leiðbeiningar sjó-
mönnum. Þessir turnar standa enn.
Þeir eru tilkomumiklir samanborið
við lægð landsins, þar sem þeir
rísa. En nútímamenn nota þá
sennilega fremur sem könnunar-
stöðvar stórskotaliðs en sem sund-
vörður.
Norðan við Dunkirkhöfn er
skurður, sem liggur á milli borgar-
múranna og sjávar. Mynni skurðs-
ins er girt rúmlega 800 metra langri
steinbrú,vsem er kölluð Promenade
de la Digus. Frá ytri enda þessar-
ar brúar gengur 1250 metra löng,
sterk trébryggja vestur-útnorður í
sjó fram. Hún er kölluð Austur-
garður. Frá strönd þeirri er áður
er lýst. þessari löngu bryggju, og
frá vestri hafnargarðinum voru
herir Bandamanna fluttir á burt
seinustu vikuna, sem viðureignin
stóð.
Flestir hermannanna gengu út
eftir Austurgarðinum, „fimm feta
breiðan gangstíg“, sem hélzt op-
inn til hins síðasta, þrátt fyrir allt
sem óvinirnir reyndu. J. C. Clous-
ton, sjóliðsforingi, sem var þar
bryggjuvörður í viku, og gat sér
frábæran orðstír, fórst því miður
hinn 1. júní. Nokkur hundruð
menn féllu eða særðust á þessari
bryggju. En tvö hundruð og fimm-
tíu þúsundum manna, að minnsta
kosti, var bjargað þaðan.
Réttri viku eftir að fyrsti fund-
urinn var haldinn, til þess að ræða
möguleika á brottflutningi liðsins
frá Dunkirk, varð ljóst, að flutn-
ingar yrðu að hefjast þegar í stað,
og vera haldið áfram með mesta
hugsanlega hraða.
Ýmiskonar undirbúningur hafði
verið gerður þessa viku. Fjöldi af
sjóliðsforingjum og sjóliðum hafði
verið skipaður til eftirlits og að-
stoðar við útskipunina í fjörunni.
Embættismenn herflutningaeftir-
litsins og siglingaráðuneytisins
höfðu nóg að starfa. Herflutninga-
skip, spítala- og vistaskip, ásamt
ýmsum skipum öðrum, höfðu feng-
ið sínar fyrirskipanir. Hið geysi-
30
HEIMILISRITIÐ